Jörð - 01.12.1945, Page 41
245
JÖRÐ
dæld í veggnum, þar sem einu sinni hafði verið gluggakista. Ég
hlustaði. Jú, nú lieyrði ég liann tala, — lágt talaði liann, rödd-
in veikluleg:
— Það myrkur, maður! Sú nepja. . . .! Þögn. Svo aftur rödd-
in: — Það blæðir og blæðir, rnörg skeinan sosum illa gróin,
humrn. . . .! Nú alllöng þögn. Síðan: — Og ekki kernur hann?
Ætlast til. . . .! Nei, ætlast ekki til, ætlaðist aldrei til. . . . En
þarna sat hann og las. . . . og hann leiddi mann.... og ....
þvílíkt undur, maður!
(), ég beit á vörina, greip báðuni höndum í grasið á mæn-
inum.
Nú:
— Auðn og tóm og myrkur yfir djúpinu. . . . Himinn? Kola-
botn — humm, o, skyldi Jrað. . . .! Hún Ingibjörg mín? Hverju
ætli hún ráði, vesalingurinn. . . .! Já, kuldaskítur við hana
margaíi ganginn.... Þarna átt þú að vera, mundu þeir segja.
Og svo: Sjái hann sjálfur fyrir því. Hún hefði ekki þurft að
baga hann, blindan — nei, ekki okkar nregin í tilverunni. . . .!
Mundu fá sig til að segja svo, þeir sem þar ráða. . . .! Kolsvart
hjarta, já, kol-bika-svart. . . .! Mundi ekki mikið lýsa, soddan
gripur!
Ég spratt á fætur, skimaði, fálmaði út í loftið. Nú festi ég
augun við ákveðinn stað, og handleggir og hendur kyrrðust.
Þarna var hún Krúna mín að kroppa, sko, hvernig hún. . . .?
Mikið var hún nú falleg. O, ég gleymdi nú öllu öðru en henni.
Svartflekkótt heimaalnings-gimbur, sem elti mig; kom, ef hún
lieyrði til mín. Ég hafði borið hana heirn móðurlausa í vor,
borið hana undir treyjunni minni í dynjandi rigningu og rosa-
stormi, og mér hafði verið gefin hún, ég annazt hana eins og
móðir annast barn. Nú leit hún upp, sperrti eyrun sín litlu.
Og þar jarmaði hún!
— Þér Jrykir víst vænt um Jretta lamb, stúfurinn! sagði Egg-
ert gamli, þegar ég fór með liana einn daginn inn í baðstofu og
upp á loft — og lét hann þreifa á henni.
— Ja-á, Jretta lantb Jrykir mér vænt um! sagði ég.
Allt í einu hoppaði ég upp, Jrar sem ég stóð á skemmumæn-
inurn.