Jörð - 01.12.1945, Qupperneq 42
246
JORÐ
Og eftir eina eða tvær mínútur var ég kominn með Krúnu
mína að hnjám gamla mannsins, senr hafði heyrt til okkar
Krúnu og sat nú réttur og hlustaði.
— Eggert minn!
Hann kipptist lítið eitt við, en sagði ekki orð, og ég held, að
hann hafi haldið niðri í sér andanum.
Ég hélt áfram:
— Ég er kominn hérna til þín með hana Krúnu rnína, Eggert
minn!
Hann kipptist við á ný, og það eins og hrökk út úr honum,
þetta eina orð, sent hann sagði:
— Hahhli?
— Þú átt að eiga hana! Ég skal sjá um, að luin verði alin fyrir
þig, og jrað vel alin! Svo færðu undan henni lömb, og þá get-
urðu alltal' haft nóg í koffortinu þínu.
Hann tók andann á lofti, og hann fór að titra. Han'n rétti
fram hendurnar; greip í Krúnu litlu. Nú fór luin að japla á
honum fingurinn. Gamli maðurinn sleppti, greip í mig, dró
tnig að sér. Svo kom:
— Sú birta, sá ylur! Hunnn. . . .! Einhvers staðar er talað
um lamb.... humm, Guðs lamb, sem beri heimsins synd. Og
nú á hún Krúna litla að létta minni af mér — hunnn! Bara þeir
sortni ekki á henni, hvítu blettirnir, stúfurinn. .. .! Humm,
Jrar fer að lýsast, það sem er hérna innan undir peysunni minni
— vinstra megin.... Og skyldi manni sosum vera vorkunn,
þegar maður leggur upp! Ætti ekki að vanta snúruna á þeirri
leið — liéðan af, þó að mann kynni að svima eða verða eins og
glýja í augum....
Næstu nótt gat ég ekki sofið fyrir gleði, hljóðlátri og heitri
gleði. Hann hafði ekki einu sinni fengið mig til að taka aftur
við lambinu.
Fátt, en gotl er að frétta —
fréttin er aðeins þetta:
Drottinn gaf okknr dóttnr
— drengir fást ekki lengur.
Lcyfð' ’cnni, Guð, að lifa,
lát hana sjaldan gráta,
gefð' ’enni allt lil gæfu —
gott þætli mér það. Drottinn!
(Páll Ólafsson; óprentað áður)