Jörð - 01.12.1945, Síða 44
248
JÖRÐ
kvælum var létt af. Nú mátti fara að snúa sér að því að byggja
upp í stað þeirra ógrynna verðmæta, er mestallt vinnuafl
mannkynsins hafði verið notað til að rústa. Frelsi og framför
var tryggður framtíðarmöguleiki.
En — þetta var ekki nema möguleiki. Og flestar þjóðir munu
hafa vitað oss íslendingum betur, hversu veik von þetta var:
Þær, er sjálfar höfðu staðið undir sprengjuhríðinni og í elds-
voðunum, klæðlitlar, kaldar, hungraðar, ýmsa vega hrjáðar og
lnelldar — fullar af liatri og hefnigirni. Það varð og æ greini-
legra, að sjállur liinn svokallaði friður mundi verða grimmur.
Enda var í haust talið ljóst, að upp undir 20 miljónir manna
yrðu reknar — ekki aðeins af heimilum sínum, lieldur og — úr
landi sínu og það á vit fólks, sem ekki getur séð fyrir sér sjálft
svo, að nokkur afkoma sé. Og gizkað er á, í mjög virðulegu,
heimsfrægu blaði, enska vikublaðinu The Sphere, að af þessum
miljónum manna muni fjórar til finnn láta lífið í vetur vegna
skorts. Hitt verður ekki áætlað, talið né mælt, hve mikill órétt-
ur, hve mikið böl er bakað þessu fólki, sem svift er heimili og
ættlandi — öllu —, svo að hitt fólkið sé ekki nefnt, sem við því
verður að taka.'Samt þarl' ekki annað að ætla, en að til sé mælir
og sá, er telur, þó að ekki sé manna á meðal, — og að sú skuld,
sem þar er til stofnað, verði krafin á einhvern liátt — til síðasta
eyris og það með vöxtum. Þar, sem menn deyja í miljónum af
skorti og eru á vergangi í tugum miljóna og þola nærri í hundr-
uðum miljóna klæðleysi, kulda, hungur, skort lyfja, hjúkrunar-
og hreinlætisvara, — þar er mikil hcetta á farsóttum, — svo að
einungis sé ein aðferð nefnd, þeirra, sem lífið liefur til að launa
með athæfi, sem það, er hér um ræðir, — athæfi, sem Jesús
Kristur kom í heiminn til að vekja viðbjóð á, — þekkingu á,
að það er dauðans leið, ekki aðeins þeim, sem út í hörmung-
arnar er hrundið, heldur í enn skelfilegri mæli þeim, er hratt,
— skilning og trú á, að það eru eftir allt saman hinir hógvœru,
sem munu landið erfa.
Það er raunar auðskilið mál, ef hugsuninni er aðeins snúið
þráðbeint að því, að það verður enginn endir á óhamingjunni,
á meðan illt er launað með illu, og það því síður sem einnig á
þvi sr iði virðist vaxtalögmálið nokkuð ríkt: Greiði menn á