Jörð - 01.12.1945, Síða 47
JÖRÐ
251
varpinu 8. Ágúst sl. Og það er ekki víst, að þær séu yfirleitt
sambærilegar við hana. Svo óskapleg — svo örlagaþrungin —
st'o tvíeggjuð og óútreiknanleg í afleiðingum sínum var hún,
fréttin um kjarnorkusprengjuna, sem Bandaríkjamenn létu
falla yfir Hiroshima-borg í japan 6. Ágúst 1945.
Ellefu ferkílómetra svæði gereytt að öllu — af einni lítilli
sprengju! Allt, lifandi og dautt, afmáð á fleti með hálfrar
danskrar mílu þvermáli! Hvaða voðaafl er hér á ferðinni? Það
er sýnilegt, að nú hafa verið leystir úr læðingi kraftar, sent eru
á gersamlega öðru stigi en nokkur þau öfl, sem mannkynið
liefur liingað til haft yfir að ráða. Ofsalegustu kraftar, er menn-
irnir hafa fram að þessu hagnýtt og framleitt úr kolum, jarð-
olíu, fallvötnum, jarðhita o. s. frv., eru á móti Jteim krafti, sem
nú er tekið að nýta, eins og i. d. sverð er á móti stórri fallbyssu.
Ein flugvél með örfáum mönnum gæti sem hægast jafnað stór-
borg við jörð í einni ferð. Nokkrir menn með þekkingu, tæki
og fjármagn, gætu sigrað mestu lierveldi, sem liefðu ekki þenna
nýfundna leyndardóm til umráða. Hvílík óskapleg ábyrgð á
herðúm þeirra ríkja, er svo mikið eiga undir sér! En raunar
þarf ekki að ætla, að þetta verði lengi eins aðila leyndarmál.
Vafalaust hafa fleiri ríki þegar gert ráðstafanir til að komast
ylir leyndarmálið. Og svo voru náttúruvísindin í öllum meiri
menningarlöndum, 1—2 síðustu áratugi, komin á lmotskóg
eftir þeirri orku, sem liér liggur til grundvallar: orku frum-
eindarinnar — hinnar minnstu agnar efnis, sem staðizt getur
— og þó yfirleitt ekki nema í sambandi við aðrar frumeindir.
Þegar frumeindin er klofin, — sem alveg er nýtilkomið, að
nienn geti, — \erður helmingur hennar að frumeind annars
frumefnis, — en slíkt var ti! skamms tíma talið óhugsanlegt.
Hinn helmingurinn hverfur gersamlega úr efnisheiminum, —
en fram að Jressu var það einhver lielzta undirstöðusetning
eðlisfræði og efnafræði, að efnið í alheiminum geti hvorki
vaxið né minnkað um eitt gratnm! Hið horfna elni frumeind-
arinnar kemur hins vegar fram sem aukning við það orkumagn,
sem fyrir var í alheiminum, — en það hafði verið önnur aðal-
setning eðlisfræði og efnafræði, að orka alheimsins geti hvorki
vaxið né minnkað um eina hitaeiningu! Þessi leysta orka frum-