Jörð - 01.12.1945, Qupperneq 48
252
JÖRÐ
eindarkjarnans er aflið, sem notað var í sprengjunni, er ger-
eyddi 60% af Hiroshimaborg og 30% af stórborginni Naga-
saki. — Sterkasta sprengiefni heimsstyrjaldarinnar er svo sem
helmingi sterkara en hið svarta púður forfeðranna. Kjarnorkan
er svo sem 24000 sinnum sterkari en púðrið.
Ekki mun líða á löngu, áður en fleiri stórveldi verða fær um
að beita kjarnorkusprengju — og m. a. s. e. t. v. fámennur
hópur verkfræðinga og auðmanna. Hugsazt gæti, að upp risi
örlítill hópur hefnara eða annarra hatursmanna, er ættu það
undir sér, að þeir væru þess umkomnir og hefðu til þess vilja
að nýta þetta reginafl til tortímingarverka. Það er, í mínum
augum svo langt frá, að slíkt sé óhugsanlegt, að mér finnst svo
til víst, að ofstækismannahópar, með meiri og minni getu í
þá átt, muni liver á fætur öðrum gera þess konar tilraunir,
þegar fram í sækir — og sennilega fyrr en varir. Hitt er þó
langtum ískyggilegra, að viðbúið er, að eittlivert stórveldi
kunni að reyna, með hjálp kjarnorkusprengjunnar, að leika
svipaðan leik og Japan í Pearl Harbour, er það réðst fyrirvara-
laust á bandaríska flotann, — eitthvert stórveldi, er liti svo á,
að það væri köllun sín að leggja undir sig allan heiminn, —
honum til bjargar — vitanlega! Ekki Jjyrfti nú annað en að
rústa 2—3 höfuðborgir og litlu fleiri flotahafnir og flugvelli
og nokkrar stórborgir í viðbót, til að vera kominn vel á veg
með slíkt fyrirtæki — eða það gæti stórveldisstjórn með þess
háttar yfirráðaþráhyggju væntanlega talið sjálfri sér trú um.
En ef það fyrirtæki færi líkt og fyrirtæki Japans — og nú yrði
aðallega barizt með kjarnorkusprengjum og öðrum nýjum,
hliðstæðum vopnum, — Jjá yrði varla mikið eftir í heiminum
af mönnurn og menningartækjum, að ófriðnum enduðum!
Og svo er nú Jrað, að ekki er ólíklegt, að óhöpp geti viljað til
í meðferð kjarnorkunnar — líkt og gerist og gengur, — þó að
vitanlega yrði gætt ýtrustu varfærni í meðferð hennar. Það
verður, sem kunnugt er, haldið áfram að gera tilraunir í því
skyni að færa út kvíarnar í nýtingu Jressa kraftar, og sjálfsagt
ekki aðeins til þess að koma honum einnig í friðsamleg not,
heldur og með Jjað fyrir augum, að gera hagnýting kjarnork-
unnar yfirleitt meðfærilegri og óháða sjaldgæfum efnum. Við