Jörð - 01.12.1945, Síða 52
256
JÖRÐ
Hvað liggur nær að ætla en að sé til Guð, er skapað liafi
heiminn og sé Faðir lífsins, þá sé Hann t;ú í þann veginn að
setja Jrað líf hér á Jörð í úrslitaprófraun, er annað hvort lyfti
gervöllu mannkyninu upp í æðra velcli og Honum nær, en það
hefur hingað til verið, og tryggi því að fullu leiðina til Hans og
leiði með allsherjar samstillingu til fulls í ljós allar þær dá-
semdir, er Hann fól öndvert í því — og gervallri náttúrunni —
sem máttuleika--------eða — tortímist ella að fullu og öllu?
Jú — hugsanlegur er Jrriðji möguleikinn — samband hinna
tveggja: að mannkynið farist að mestu með því, sem Jrað hefur
byggt upp, en að eftir verði leifar, stofn að nýju og betra mann-
kyni, — og Jörð, er umbreytzt hafi, við hin miklu umbrot, til
hagkvæmari skilyrða fyrir myndun — ja — segjum, til að nefna
J^að eittlivað — Þúsund-ára-ríkisins á henni.
Þessir Jnír möguleikar, er frá mínu sjónarmiði virðast blasa
beinast við, eins og nú horfir málefni mannkynsins, l)era Jió
allir að sama brunni: Allir eru þeir sama beinskeytta, knýjandi
áminningin til hvers einasta manns, hverrar einustu Jrjóðar,
um að — vakna — af svefni skammsýni og grunnfærni og blinds
æðis, — litast um og reyna að gera sér ljóst, hvar maður og
mannfélag stendur, — miðað við J^að fyrst og fremst, skulum
við segja, að geta larið með þá fimbulkrafta, þau himingnæf-
andi tækifæri, þá hyldjúpu ábyrgð, sem nú er svo skyndilega
blasandi við oss í altakandi nálægð. í öðru lagi miðað við á-
stand afstöðu vorrar til liins æðra heims, til — Guðs. Hvílík
þrunmgnýjandi, innfjálgt hvíslandi — áminning um að reyna
að gera oss ljóst vort eigið, þjóðarinnar, mannkynsins andlega
og siðferðilega og félagslega ástand! Hvílík áminning um að
vakna til að hrópa á Guð til fulltingis, flýja á náðir Hans — eins
og lítið barn leitar allshugar til föður eða móður, þegar mikið
liggur við! Hvílík áminning um að — vakna — til að mynda
sér fasta reglu um uppbygging hins andlega lífs í sjálfum sér
og mannfélagi sínu!