Jörð - 01.12.1945, Page 53
JÖRÐ
257
HVAÐ er það þá, sem liggur allra næst að snúa sér að, fyrir
oss íslendinga, „fáa, fátæka og smáa“, eins og þar stendur,
í lilefni af liinum einstöku tíðindum, er oss hafa borizt utan úr
hinum stóra heimi síðustu vikurnar?
Sá finnur, sem leitar, — finnur m. a. óyggjandi vissu um, að
hann rnuni ávallt halda áfram að finna, lialdi hann aðeins
áfram að leita.
Leitum, kæru landar, andlegs lífs----og vér munum finna,
í vaxandi mæli, lif, er fyllir mann tilfinningu þess, að lífið sé
óumræðilega mikils virði, tilfinningu þess, að gróandi og vor
sé liið innra með manni, opna nýja innsýn og nýja útsýn, vekja
lofsöng í hjartanu.
Leitum, kæru landar, andlegs lífs — með því að mynda oss
fasta daglega reglu um ræktun þess og fastari reglu um safnað-
arlíf — og vér munum finna, að rækt færist í oss og ávextir taka
að koma í ljós, af fjölbreyttu tagi, er veita gagntakandi gleði
og auka oss trú og von og kærleika.
Leitum, kæru landar, andlegs lífs----með því að vera lœri-
sveinar Jesú Krists, liins lifandi drottins, sem er nálægur hverj-
um þeirn, er á Hann vonar eða trúir eða Hann elskar — og vér
munum finna, að Hann gerir oss að liðsmönnum — friðarríkis-
ins á Jörð; — jrú munt, bróðir, systir, finna, að Hann hefur
gert Jrig að þátttakanda í Jreirri hreyfingu, er stuðlar að því
með krafti, að mannkynið standist prófiij á hinum miklu tíma-
mótum, er Jrað á um tvennt að velja: að finna sjálft sig og full-
komnun sína------eða farast ella.
En hvort sem vér leitum eða ekki, þá munum vér öll finna
sama úrslitasannleikann, sjálfum oss viðvíkjandi. Og hann er
sá, að hversu smá og lítilsmegandi sem vér erum, þá er Jrað á
vora eigin ábyrgð, hvort vér íeitum eða leitum ekki — „leitum
fyrst Guðs ríkis og réttlætis". Leitum þess — og vér munum
finna „líf og nægtir" DÁSAMLEGRAR LÍFSREYNSLU — Á
UNDURSAMLEGUM TlMA,
17