Jörð - 01.12.1945, Side 58
John Fischer:
Líkur með og móti öðru stríði
(Þýtt ctf Haraldi Kröyer úr Harper's Magazine, Ágúst 1945)
ALLIR Jreir blaðamenn — hundrað að tölu —, sem fylgdust
. með ráðstefnunni í San Francisco, virðast vera sammála
urn eitt atriði, og það er, að ráðstefnan liafði ekki tryggt friðinn
í heiminum. Hún jafnaði ekki misklíð þá, sem þegar var risin
upp nrilli stórveldanna, senr báru sigur úr býtum. Hún gerði
tæpast tilraun til þess. Tilgangur ráðstefnunnar var öllu frem-
ur að byggja eins konar vettvang, þar sem hægt væri á komandi
árum að takast á um ýmis konar deilumál milli ríkja og ná
sáttum, áður en til vopnaviðskipta kæmi.
Meðan vettvangurinn var í smíðunr, fóru deiluefnin, sem
biðu viðfangs bak við tjöldin, smátt og smátt að skýrast, svo að
nú er hægt að gera sér nokkra grein fyrir því, liveis konar við-
fangsefni bíða hins nýja öryggisbandalags heimsins og hve
miklar líkur eru fyrir því, að bándalagið muni geta leyst Jrau
innan vébanda friðsamlegra viðræðna.
ÞAÐ er augljóst, fyrst og fremst, að aðeins tvö ríki — Banda-
ríkin og Soviet-Rússlancl — geta nú talizt heimsveldi, mikl-
um mun sterkari en önnur ríki. Þau ein eiga á að skipa nægileg-
urn mannafla og náttúruauðæfum til þess að geta háð annað
stríð. Ef önnur heimsstyrjöld á eftir að brjótast út, hlýtur hún
að verða háð milli þeirra. Verði deilumál þau, sem kunna að
„Hraínar tveir ...
segja í eyru honum
öll tíðendi. ..
Huginn ok Muninn
fljúga hverjan dag
jörmungrund yfir.“
(Gylfaginning.)