Jörð - 01.12.1945, Qupperneq 59
JORÐ
263
rísa upp milli þessara ríkja, jöfnuð friðsamlega, þá getur engin
stórkostleg styrjöld skollið á.
Hvor þessara þjóða er ærið tortryggin í garð hinnar, og hvor-
ug setur mikið traust á hið nýja öryggisbandalag. Báðar vona
vafalaust, að bandalaginu megi takast að tryggja friðinn. En
fram til þessa hafa þær ekki þorað að treysta á það eitt saman.
Þess vegna er það, að bæði Rússar og Bandaríkjamenn keppast
\ ið að byggja upp sín eigin varnarkerfi, hvorir í sinni heims-
álfu. Af þessu leiðir, að flestöll srnærri ríkin dragast, samkvæmt
eins konar pólitísku þyngdarlögmáli, inn á áhrifasvæði annars
ltvors þessara heimsvelda. Ennþá hafa hvorki Bandaríkin né
Rússland fullgert varnarbelti sitt. Sum smáríkin eru toguð í
báðar áttir líkt og reikistjörnur milli tveggja sóla.
Hin fáu svæði, sem þannig er togazt á um, eru hættusvæðin,
og þau munu t erða hættusvæði framvegis, þangað til þau hafa
verið dregin inn undir áhrifasvæði annað livort Bandaríkjanna
eða Rússlands — eða þangað til bæði stórveldin koma sér saman
um að láta þau óáreitt, og hlíta því samkomulagi. (En eins og
nú horfir, t irðist hið síðarnefnda liarla ólíkleg lausn.)
Meðan Ráðstjórnarríkin og
Bandaríkin halda áfram að
togast á um ýmis lönd, mun
verða fremur kalt með Jreim,
og annað veil'ið mun sam-
komulagið verða allískyggi-
legt. Þetta tímabil mun ef til
vill standa yfir í mörg ár. Slíkt
tímabil fylgir í kjölfar allra
stórstyrjalda og er ætíð erfitt
og ekki hættulaust.
En ef aftur á móti báðum
stórveldunum tekst að lokum
að skapa sér varnarkerfi, sent
Jrau álíta nægilega öruggt; ef
Jreim tekst án þess, að til-
t opnaviðskipta korni milli
Jreirra; og ef Rússland og
John Fischer er meðritstjóri
hins fræga ameríska tímarits
Haqrer’s Magazinc, og einn af
mest metnu blaðamönnum
Bandaríkjanna, er skrifa um
alþjóðleg stjórnmál. Bækur
eftir hann um þau efni eru
lesnar við beztu amerísku há-
skóla. Grein sú, er hér birtist,
var af útgáfustjórn Harper’s
talin svo merk, að hún lét sér-
prenta hana. — Haraldur Kröy-
er, þýðandi greinarinnar (að
beiðni JAROAR), er ungur
starfsmaður í utanríkismála-
ráðuneytinu ( Reykjavík og
fékk háskólaundirbúning til
þess starfs í Kaliforníu. Hann
er Akureyringur.