Jörð - 01.12.1945, Síða 61
JORÐ
265
ismálefni hinna smærri nágranna okkar. Kanada hefur verið
á hernaðarsvæði Bandaríkjanna í hálfa öld, án þess að liafa
þjáðst sjáanlega af ágengni Bandaríkjamanna.
A Kyrrahafi mun varnarkeðja okkar ná frá Nýja Sjálandi
norður að Aleút-eyjum. Helztu hlekkirnir í keðjunni munu
verða Filippseyjar, Hawaii og Karólínu- og Marían-eyjaklas-
arnir, sem við höfum nú unnið af Japönum með miklum
mannfórnum; og auk þeirra Okinawa, a. m. k. þangað til öll
hætta, sem at’ Japönum stafar, er liðin hjá. Á milli þessara
helztu ldekkja munum við hafa smærri bækistöðvar á nokkrum
eyjum í Gilbert-, Sólomon-, Fiji- og Nýju Hebrides-eyjaklös-
unum, sem eru undir brezkum yfirráðum eða brezkum og
frönskum yfirráðum í sameiningu, — og á Formosa, sem að
öllum líkindum mun liverfa aftur undir yfirráð Kína. Til þess
að fá allar þessar bækistöðvar, munum við ef til vill verða að
leggja út í ýmis konar varhugaverð lirossakaujj. Ef til vill verð-
um við jafnvel að beita þvingunaraðferðum við vini okkar og
bandamenn — Breta, Frakka og Kínverja — til að fá þá til að
láta stöðvar þessar af hendi. Af þessu kann að leiða nokkur
óánægja og úlfúð, en ekki styrjöld. Engin ein þessara þjóða
— né lieldur allar í sameiningu — mundi dirfast að bjóða
amerískum yfirráðum í Kyrrahafi byrginn.
Eftir atvikum getur svo farið, að við álítuin einnig nauðsyn-
legt að fá bækistöðvar áKúrilaeyjum, þar semjapanar hafa haft
miklar flotastöðvar. En þar væruin við komnir út á hálan ís,
því að líklegt má teljast, að Sovétríkin muni vilja hafa þessar
eyjar innan síns varnarkerfis.
Á Atlantshafi er svipuð keðja af eyjum, frá Ascensioneyju
norður yfir Karibbíska hafið, Bermúda, Nýfundnaland, Græn-
land og ísland yfir að Stóra Bretlandi. Af öllum þessum eyj-
um eru Bretlandseyjar lang-mikilvægastar fyrir okkur. Meðan
við eigum kost á að hafa þar bækistöðvar, getum við ráðir yfir
öllum siglingaleiðum ntilli Ameríku og Evrópu. Misstum við
þeirra við, væru yfirráð okkar á Norður-Atlantshafi á völtum
fæti, og liætt við árásum á austurströnd Bandaríkjanna. Tvis-
var höfum við farið í stríð til þess að varna því, að Bretlands-
eyjar féllu í hendur sterkasta ríki á meginlandi Evrópu; nú er