Jörð - 01.12.1945, Side 62
266
JÖRÐ
það orðinn fastur og óbreytanlegur liður í utanríkisstefnu okk-
ar að vernda þær og styðja.
Hernaðarleg aðstaða okkar á Atlantshafi er gerð flóknari og
erfiðari af því, að Bretlandseyjar (sem eru mikilvægar fyrir ör-
yggi okkar) hafa í eftirdragi heila halarófu af löndum og ríkj-
um — brezka heimsveldið (sem alls ekki er mikilvægt fyrir ör-
yggi okkar). Ennfremur hefur Bretland öldum saman verið
stórveldi — er ennþá þriðja mesta stórveldi heimsins — og
hefur skapað sér sitt eigið varnarkerli, sem það er ennþá að
reyna að efla og stækka.
Frá sjónarmiði Breta er það mjög áríðandi, að þeir ráði yfir
öllum samgönguleiðum milli hinna ýmsu hluta iieinrsveldis-
ins, einkum leiðinni til Indlands. Af þessu leiðir, að England
leggur alla áherzlu á að liafa á vaidi sínu helztu staði við Mið-
jarðarhafið — Palestínu, Egyptaiand, Sikiley, og helzt Ítalíu
og Grikkland líka. í hvert sinn sem eitthvert eitt ríki á megin-
landi Evrópu hefur reynt að sölsa undir sig yfirráðin á Mið-
jarðarhafi, liafa Bretar skorizt í leikinn með vopnum. Frakk-
land fékk að kenna á því á síðastliðinni öld; Þýzkalandskeisari,
þegar hann var að hampa hugmyndinni um Berlín—Bagdad
járnbrautina, og EAM-kommúnistarnir í Grikklandi og fylgis-
menn Titos í Trieste komust að raun um hið sama. Á sama hátt
má búast við því, að Bretar reyni að vernda austurhluta sigl-
ingaleiðarinnar til Indlands með því að varðveita ítök sín við
Persaflóa og halda yfirráðum sínum yfir hinum gömlu ítölsku
nýlendum í Austur-Afríku og Etíópíu. (Hér er annað dæmi
þess, að hernaðarleg yfirráð eru ekki alltaf samnefnd beinum
pólitískum yfirráðum: Það er gömul stefna Breta að styðja
„sjálfstæða en vinveitta" þjóðliöfðingja, eins og t. d. Haile Se-
lassie, Farouk konung, og Ibn Saud, konung Araba. Af sömu
rótum er runnin löngun Breta til þess að endurreisa konung-
dóm í Grikklandi og Ítalíu.)
Loks kappkosta Bretar að koma upp hernaðarlegum varnar-
garði af smærri bandamönnum í Vestur-Evrópu, frá Norður-
löndum til Portúgal. Um fimm alda skeið hefur það verið
hornsteinn brezkrar utanríkisstefnu að varna því, að hafnar-
borgir Ermarsundsins féllu í hendur óvinveittu ríki. Þess vegna