Jörð - 01.12.1945, Page 66
270
JÖRÐ
EF við lítum á landabréf eða lesum síðustu dagblöð, fáum
við undir eins nokkra hugmynd um, hvaða landssvæði eru
líkleg til að valda árekstrum milli stórveldanna, meðan þau
eru að móta hin tvö stórfelldu varnarkerfi sín. Hættusvæðin
eru aðallega fimm, öll á takmörkunum, þar sem mætast
rússneska og engilsaxneska áhrifasvæðið:
1. Pólland, þar sem Bretland og Bandaríkin sýndu mót-
spyrnu rússneskri leppstjórn.
2. Norðurströnd Miðjarðarhafsins, þar sem eitt af smáríkj-
unum á rússneska áhrifasvæðinu, Júgóslavía, liefur gert til-
raunir til að seilast í hafnarborgirnar Trieste og Salonika, en
mætt öflugri mótspyrnu Breta.
3. íran, þar senr Ráðstjórnarríkin munu líklega reyna að
fá aðgang að höfn við Persaflóa og hlutdeild í vinnslu hinna
auðugu olíulinda — einnig gegn vilja Breta.
4. Mandsjúría og Kórea, landssvæði, þar sem Bandaríkin
liafa um hálfrar aldar skeið reynt að varðveita sjálfstæði lands-
byggja og jafnan aðgang að verzlun fyrir öll lönd.
5. Þýzkaland, þar sem hin tvö stóru herveldakerfi hafa
mætzt og standa nú andspænis hvort öðru.
I fjórum fyrstnefndu tilfellunum getum við gert okkur
sæmilega góðar vonir um friðsamlega lausn vandamálanna.
í Póllandi er allt útlit fyrir, að Rússar muni að lokum verða
algerlega einráðir. Rauði herinn hefur þar bækistöðvar, og
livorki Bretland né Bandaríkin hafa nógu sterka aðstöðu til að
ráða neinu um mál Póllands. Þar að auki eiga þeir miklu
minni hagsmuna að gæta í Póllandsmálinu en Rússar. England
varð að mótmæla framkomu Rússa í Póllandi, af því að „á
pappírnum" fór Bretland í stríð við Þýzkaland til þess að
vernda sjálfstæði Póllands, og nú er það hálfgerð sneypa fyrir
Breta að verða að viðurkenna, að útilokað sé, að Pólverjar end-
urheimti fullkomið sjálfstæði sitt. Bandaríkjamenn fylgdu
Bretum að málum. En fyrr eða síðar munu bæði Bretaf og
Bandaríkjamenn verða að láta undan — á þann hátt, að þeir
glati sem minnstu af virðingu sinni.
í Trieste- og Saloníka-deilunni hefur Rússland vandlega
forðast að taka skýra afstöðu til málsins Tito marskálki í vil.