Jörð - 01.12.1945, Page 70
274
JÖRÐ
ríkisstefnu landsins í mörg ár. Ennfremur, eftir svo langan
ófrið og erfiðan fyrir hagkerfi landsins, er Rússlandi nauðsyn-
legur langur tími til viðreisnar og hvíldar. í Bandaríkjunum
mun ýmislegt auka á hina sterku andúð á stríði, svo sem hinar
miklu ríkisskuldir, alls kyns atvinnudeilur og önnur innan-
ríkisvandamál, og hin ískyggilega þurrð á ýmsum hernaðarlega
mikilsverðum hráefnum — einkum á góðu járngrýti, báxít,
eir og olíu.
5. Að lokum má taka undir það, sem Hanson Ihildwin og
aðrir hernaðarsérfræðingar liafa bent á — að frá hernaðarlegu
sjónarmiði er það engan veginn ákjósanlegt, að árekstur verði
milli Rússlands og Ameríku. Hvort um sig getur byggt sér
nægilega traust varnarkerfi, án þess að ógna hinu á neinn hátt.
6. Litlar líkur eru til þess, að styrjaldir brjótist út innan
þessara tveggja varnarkerfa. Hvort heimsveldið um sig verður
að bera ábyrgðina á því að varðveita friðinn milli meðlima
síns varnarkerfis og þeirri ábyrgð fylgir auðvitað skylda til
að halda aga innan fjölskyldunnar. Undir venjulegum kring-
umstæðum munu slíkar minni háttar deilur verða leystar af ör-
yggisbandalagi hinna sameinuðu þjóða eða í samræmi við milli-
ríkjasamþykktir eins og Chapidtepec-samninginn. En í sér-
stökum tilfellum, þegar Öryggisbandalagið eða aðrar sam-
þykktir lrregðast, verður að grípa til liinnar gömlu aðferðar
að flengja óþekka krakkann, — eins og gert var í Sýrlandsmál-
inu, þegar Bretland (og Bandaríkin) sagði Frakklandi til synd-
anna.
EF heimurinn verður í framtíðinni eitthvað líkur því, sem
að framan er lýst, getum við verið sæmilega bjartsýn um
framtíðina og vonast eftir langvarandi friði. Að vísu eru stjórn-
málakerfi og félagsmálastefnur Ráðstjórnarríkjanna og engil-
saxneska áhrifasvæðisins gerólíkar, en mismunandi hugsjónir
einar saman valda sjaldan styrjöldum. Hugsjónir Stalíns eru
áreiðanlega ekki óskyldari okkar hugsjónum en hugsjónir
Nikulásar I. voru.
En það er mikill munur á friði milli tveggja fjandsamlegra
lierbúða og friði milli vinveittra nágranna. Ef lieimsveldin tvö