Jörð - 01.12.1945, Qupperneq 71
JORÐ
275
vonast eftir því að geta nokkurn tíma lifað í sátt og samlyndi,
verða þau að temja sér að koma fram við livort annað eins og
góðum nágrönnum sæmir.
Fyrst og fremst verður hvort um sig að sannfæra liitt um, að
það hafi ekki í liyggju að stækka valdasvið sitt. Umfram allt
verða bæði Rússland og Bandaríkin að standast þá freistingu að
reyna að draga Þýzkaland, Japan og Suður-Kína inn á álnifa-
svæði sitt. Ef Rússland t. d. færði sig mikið vestur á bóginn í
Evrópu, myndu bæði Bretar og Bandaríkjamenn verða mjög
óttaslegnir. sama hátt mundu Rússar líta okkur tortryggnis-
augum, ef við reyndum að gera Japan að amerísku leppríki
til þess að vega á móti yfirráðum Rússa í Síberíu — eða ef við
eggjuðum Chungkingstjórnina til að reyna að ná aftur Man-
dsjúríu og Norður-Kína.
I öðru lagi er ólíklegt, að tortryggnin milli þessara stórvelda
hverfi með öPu, nema því aðeins að þau hætti alveg hvort um
sig, að skipta sér af málum innan áhrifasvæðis hins. Meðan
kommúnistaflokkar, sem taka á móti leiðbeiningum eða fjár-
stuðningi frá Moskva, sá óeiningu og misklíð innan engilsax-
neska svæðisins, munu Vesturveldin ætíð vera tortryggin í garð
Rússa. Og meðan Vesturveldin styðja einræðisstjórnir eins og
stjórn Francos á Spáni, einræðisstjórn Argentínu — stjórnir,
sem eru yfirlýstir fjandmenn Rússlands, og hýsa flokka manna,
sem berjast gegn Ráðstjórnarríkjunum — munu Rússar sýna
Vesturveldunum tortryggni.
Loks er ]rað áríðandi fyrir friðinn í heiminum, að bæði stór-
veldin haldi varnarkerfum sínum sterkum og öruggum, stuðli
að velmegun fólksins hvort hjá sér, því að veikleiki og óreiða
í stjórnmálum eins ríkis vill freista annarra til afskipta.
SAMKVÆMT framangreindum hugleiðingum megum við
á næstu árum búast við mörgum árekstrum og stöðugri tor-
tryggni milli Vesturveldanna og Rússlands, á rneðan hin tvö
miklu varnarkerfi eru að myndast. En það er langt frá því að
vera óhjákvæmilegt, að árekstar þessir leiði til styrjaldar. Þvert
á móti er ekki sjáanlegt, að hin nýja skipan heimsins sé í eðli
18*