Jörð - 01.12.1945, Síða 72
276
JÖRÐ
sínu neitt hættuleg. Hún getur jafnvel gert okkur léttara um
hönd að varðveita friðinn.
Mesta hættan liggur ef til vill í því, að bæði við og Rússar
erum viðvaningar í heimsstjórnmálum. Kringumstæðurnar
hafa neytt þessar tvær þjóðir — sem báðar eru einangrunar-
sinnar innst inni — til að hugsa og starfa á alþjóða vettvangi
sem stórveldi. Ef annaðhvort þessára ríkja lætur veldi sitt stíga
sér til liöfuðs og fer að nota hvert tækifæri til að seilast eftir
meiri völdum, þá er voðinn vís. Bæði verða að rnuna, þegar
þau deila um eitthvert atriði, að það, sem um var deilt, er lítil-
fjörlegt í samanburði við hina einu tniklu nauðsyn — að varð-
veita friðinn.
Ef við og Rússar getum lært þessa reglu — ef við getum
lært, hvaða ábyrgð hvílir á okkur sem stórveldum, og hagað
okkur með stillingu, í samræmi við þá ábyrgð — inunum við
með tímanum geta tryggt lieiminum frið, sem er byggður á
gagnkvæmu trausti.
Kjarnorkufræðingarnir taka til máls:
r
IHINU mikla ameríska vikublaði Life, 29. október er sagl frá því, að um
800 eðlis- og efnafræðingar í Randaríkjunum bafi vikuna á undan gert
mikla atrennu að amerísku almenningsáliti og þó sér í lagi þjóðþinginu, til
að reyna setja þessum aðiljum gliiggt fyrir sjónir, að tilkoma kjarnorkusprengj-
unnar gcrði óhjákv.xmilegt að selja öll dæmi stjórnmála og öryggismála upp
af nýju. Jafnframt birtir það merkilega grein eftir þrjá þeirra, cr tala þar sem
fulltrúar aðalkjarnorkustofnunar Bandaríkjanna. Þeir segja m. a.: Vísindin
hafa rutt braut allri nútímatækninni og þar með vígVélum af sérhverju tagi,
án þess að vísindamennii nir hafi fundið sig knúða til að tjá sig fyrir almenn-
ingi og þingi fyrir þær sakir. Kjarnorkusprengjan er hins vegar á alll öðru
„plani" en púður, eiturgas og radar. Með kjarnorkusprengjunni eru vér gengnir
inn í nýjan heim — úr heimi elektrónanna inn í heím frumeindarkjarnans.
Elektrónöflin valda öllu því, sem vér höfum hingað lil kynnst í náttúru og
tækui hér á Jörð. Hins vegar er það kjarnorkan, sem heldur saman stjörnu —
og sundrar henni,