Jörð - 01.12.1945, Blaðsíða 73
Carlos P. Romulo:
Asía verður að vera frjáls
FRIÐARSÁTTMÁLARNIR munu ekki gera hinar 1000
miljónir Asíumanna ánægðar, et' vér, eftir að hafa barist
á móti upprennandi ofbeldi í fjögur ár, ætlum svo bara að fá
gömlu rangsleitnina aftur. Það er ekki unnt að bjóða þeim að
verða af nýju púlsknegti annarra íbúa heimsins og ætlast jafn-
framt til, að þeir verði ánægðir.
Yið stöðvuðum áhlaup Japana, en ekki hugmyndarinnar, er
þeir fluttu með sér og gróðursettu og ræktuðu í mjög frjóum
jarðvegi, þessi fjögur ár. Hugmyndina kölluðu þeir „Samhags-
svæði" („Co-Prosperity Sphere“) og áttu þar við landfræðilega
heild, þar sem sviplíkar þjóðir, upprunalega eða sögulega
skyldar, gætu, með samtökum, þróað sinn eigin anda og fund-
ið honum eiginleg og tímaborin gerfi og tæki, jafnframt því að
skipta með sér verkum, öllum aðiljum til sameiginlegs gagns.
I reyndinni virtist þetta þó aðeins ætla að t erða Asía handa
Japönum, — en það var nú japönsk afskræming — hugmyndin
er engu verri fyrir því. Og verður ekki útrýrnt úr Asíu liéðan
af. Og ávextir hennar verða ekki kallaðir óregla né uppreisn.
Hún er endurlifnun Austurlanda.
Vesturlöndum er óhætt að byggja upp á, að þetta nái fram
að ganga. En það er ekki þar með sagt, að það hljóti að verða
til þess að dýpka gjána, sem er milli Vesturs og Austurs. Gangi
Vesturveldin í það, ráðnum og heilum huga, að hjálpa Austur-
löndum til að finna sjálf sig, sem tímaborinn jafningja, þá
verður hlaðinn hér einn af traustustu stöplum heimsfriðar. í
stað þess, að hreyfing þessi
haldist saman af kynþáttaofsa,
gæti hún vel tekið alþjóðlegu
takmarki.
Aforni Japana var að ná öll-
nm Austurlöndum undir eina
stjórn. Það er þó lítt viðráðan-
legt og varla eðlilegt. Megin-
Carlos P. Komulo, hershöfð-
ingi, er fulltrúi Filippseyja í
Bandaríkjunum. Filippseyjar
lutu Spáni fram undir síðustu
aldamót, en gerðu þá uppreisn
og mynduðu sjálfstætt rífci und-
i ir vernd Bandarfkjanna.