Jörð - 01.12.1945, Qupperneq 74
278
JÖRÐ
hluti Austurhmda er byggður þrem, vel aðgreindum kynþátt-
um á vel aðgreindum svæðum, og mundi happasælast að skipta
eftir þeim markalínum. Yrðu þá saman út af fyrir sig allir
Malajar, allir Kínverjar og allir Indverjar.
AÐ er Malaja-sambandið, sem mig snertir sérstaklega. Ég.
-t'r styð uppástungu Osmena Filippseyja-forseta um, að
sameinaðar verði í bandaríki allar Malajaþjóðir í suðvestur-
horni Kyrrahafsins: þjóðir Filippseyja, Java, Celebes, Mol-
úkka, Súmatra, Malakka, Síam, Birma og Indó-Kína. Lönd
þessara þjóða liggja í stórum hring og eru byggð um 200 mil-
jónum manna.
Bandaríki hafa gefist ágætlega í Ameríku. Sovét-ríkjasam-
bandið nær æ furðulegri árangri. Þjóðir, er tala Arabísku, hal'a
ekki alls fyrir löngu myndað nreð sér bandalag. Og þeir eru
ófáir, bæði í Evrópu og Suður-Ameríku, er álit hafa á, að ríkin
þar taki höndum saman til miklu nánari samvinnu en átt hefur
sér stað lringað til.
Að þessu stefnir einmitt nú: að heilar og liálfar álfur skipu-
leggi sig sem starfsheildir. Ekki þarf að efa, að alþjóðasamvinna
verði auðveldari milli 10—12 stórra aðilja heldur en 50—60
smærri.
ALAJISKU þjóðirnar eru sáróánægðar. Þær óska sjálfs-
1V1 stjórnar undir óhlutdrægu eftirliti með fyrirfram tiltekið
ár, er þær skuli öðlast óskorað fullveldi. Ég fer ekki með nein-
ar ágizkanir. Ég er borinn og barnfæddur Asíu-maður og rétt
áður en styrjöldin skall á, ferðaðist ég um Thaíland, Birma,
Java og Malakkaskaga og kynnti mér einmitt hug mánna þar
um þessi efni. Alls staðar fann ég brennandi þorsta eftir frelsi
og tilfinning þess að vera svikinn af hvíta manninum.
Ég sá líka, hvar senr ég fór, viðurstyggileg merki um undir-
okun heils kynþáttar, svo að saurgun er sjálfu manneðlinu. Ég
sá blíðlegar Birma-konur víkja af gangstéttum út í götuskarn-
ið, fyrir lrvítu mönnununr. Eg sá malajska sjentilmenn útilok-
aða frá því að konra í brezka klúbba og matsölustaði í Singa-
pór. Ég sá prófessora, útskrifaða frá Canrbridge og Oxford, út-