Jörð - 01.12.1945, Page 77
JÖRÐ
281
um rétti. Jafnvel dómstjóri hæstaréttar er malaji, heiðraður af
amerískum lögfræðingum í Manillu.
í Indó-Kína aftur á móti, liafa Frakkar haft stjórnina í 60—
70 ár. Þar þykja holdsveiki, fæðuskortur og mýrakalda álíka
sjálfsagðir hlutir og áður en Frakkar komu.
Malakka-lönd sendu Bretastjórn árið 1940 af ríkistekjum
10 milj. dollara að gjöf til ófriðarþarfa og höfðu samt 20 milj-
ónir dollara tekjuafgang, — enda voru ekki nema 2 niilj. doll-
ara notaðar til uppeldis- og menntamála! Þá voru þar 58 nem-
endur á æðri landbúnaðarskóla, — en 4600 á Filippseyjum.
Ættkvíslir Birma eru enn eins frumstæðar og þær voru fyrir
60 árum, t ið komu Breta. Málmaauðlegð landsins er geysileg,
að því er allir hernia, er að því liafa gáð, en með öllu ónotuð.
85% af íbúunum stunda landbúnað, en æðri landhúnaðar-
skóli er þar aðeins einn.
Auðvitað eru íbúar Joessara auðugu landa teknir að líta á
sjálfa sig og í kringum sig og sjá t. d., hvað er að gerast á
Filippseyjum. Þeir vita, að þar sækja meir en 2 milj. barna
skóla og að 51% af íbúunum eru læsir. Þeim er kunnugt um,
að eitt af því fyrsta, sem Bandaríkin gerðu, er þau tóku Jiar við
völdum, var að senda þangað 1000 kennara, til Jjess fvrst og
fremst að kenna kennaraefnum, en nú eru J>ar ekki nema 80
amerískir kennarar. Þeir vita, að J)ar eru 5000 opinber bóka-
söfn með meir en 4 milj. bóka. Og að árin fyrir stríð námu út-
gjöldin til menntamála 33—37% af ríkistekjunum. Þar eru
45 ríkisspítalar og önnuf opinber heilsugav.la eftir því. Til-
raunastöðvar landbúnaðarins gefa út mánaðarlegar skýrslur
viðvíkjandi ræktun sykurreyrs, rís, kópra og ananas.
VÍST verður að játa, að Birma, Malakka, Indó-Kína og Ind-
landseyjar eru ekki tilbúin að taka stjórnina að öllu í sín-
ar hendur. En verða þau ]>að nokkurn tíma með sömu stjórn-
háttum?
Niðurlæging Asíujíjóða gerir líka verzlunina við þau lítils
virði. Það mundi muna þó nokkru, að 1000 milj. Asíu-búa
hefðu bæði efni og menntun til að kaupa sér tannbursta! Eða