Jörð - 01.12.1945, Page 78
282
JÖRÐ
hvernig á verkamaður á Borneó að geta keypt bíl, þegar hann
fær ekki nema 50 cent á.viku?
Auðvitað nrá ekki bara sleppa hendinni af þessu fólki og
segja því svo að stjórna sér sjálft. bað á að gefa því tækin til
að ná þeim þroska, að það geti lært að stjórna sér sjálft — stig
af stigi — með ákveðnu tímatakmarki fyrir óskoruðu fullveldi
— líkt og gert var á Filippseyjum. En umsjónin ætti alls ekki að
vera eingöngu í höndum hinna gömlu nýlenduvelda. Banda-
ríkin, Soviet-ríkin og Kína ættu að hafa hönd í bagga. Slíkt
eftirlit mundi njóta trausts og vinsemdar. Svona fvrirkomulag
væri heldur ekki nenra hin eðlilegasta útkoma af styrrjöldinni.
Og Bandaríkjamenn eiga að sjá unr að þetta verði gert.
ÞVl þetta er kynþáttanrálið alþjóðlega. Látið það óhreyft —
næsta styrrjöld verður kynþáttastyrrjöld. — Það á að kalla
sanran þing mestu áhrifamanna Malaja-landa. Filippseyingar
mundu þá reynast nrilligöngumenn þeirra og Vesturlanda.
Þing þetta nrundi senrja höfuðdrætti að áætlun unr stofnun
Banclaríkja Malajalanda. Og það þarf að halda þetta þing
þegar á Jressu ári. Og það verður að fela því vald. Þá nrundi
Jrað snúa uppnámi til velviljaðrar sanrvinnu \ ið aðrar Jrjóðir.
„Og enn kvað hann"....
KJARNORKUFRÆÐINGARNIR amerísku, sem vitnað er lítilsháttar í á bls.
276, segja ennfremur í umræddri grein: Verði ckki unnt að skapa afdrátt-
arlaust traust milli allra menningarþjóða, stutt alþjóðlegu eftirliti, sem óger-
legt sé að fara í kring um, þá bíður þeirra ekkert annað en hvíldarlaus ótti
og óþolandi tortryggni, er gera mun sérhvert samstarf sumra þjóða í milli að
ógerningi og valda sifelldu fáti og uppnámi, er fyrr en varir hlýtur að enda
með allherjar eyðileggingu. Því hér er alls ekkert til varnar annað en hollusta
þjóðanna innbyrðis. Verði þeirri hollustu ekki fulltreyst, mun sú lnigsun fljótt
verða allsráðandi, að eina vonin sé að verða „fyrri til."