Jörð - 01.12.1945, Page 79
J. F. Embree:
Japanar
IFYRSTA sinn í sögu sinni eru Japanar nú undir aðra þjóð
gefnir. Yfirráðum sigurvegaranna taka þeir með fýlulegii
kurteisi og framkvæma með undanbragðalausri nákvæmni
sérhverja fyrirskipun MacArthurs. En iðrandi eru þeir ekki.
Sem ekki er von — fjöldi þeirra veit enn ekki betur en að
„Faðir“ þeirra, keisarinn, sé af guðum kominn, en þeir sjálfir
}xi auðvitað æðra kyns, í bókstaflegri merkingu, en aðrar þjóð-
ir. Raunar voru forfeður þeirra mongólskur þjóðflokkur,
innfluttur til Japans um Kóreu á 7. öld f. Krists burð. Seint á
16. öld fengu portúgalskir trúboðar, hollenzkir og brezkir
kaupmenn, leyfi til að setjast að í landinu og náðu þar miklum
ítökum. Japanski stjórnandinn, sem þá var, tók samt til þess
varúðarráðs að senda menn á laun til Norðurálfunnar til að
njósna um heimilishagina í landi hinna livítu gesta. En þeir
sögðu ljótt af ágengni og ófrjálslyndi Evrópuþjóða. Þar senr
þetta bar nrjög sanran við það, senr lianir þóttist sjálfur sjá í
fari gestanna, tók hann til þess ráðs að lífláta alla kristna menn,
einnig þá, er voru japanskir, og loka landinu gersanrlega fyrir
útlendingum!
Liðu nú tvær aldir svo, að engar sögur bárust frá Japan.
Landinu var stjórnað af nokkurs konar arfgengum forsætis-
ráðherrum, er slrógúnar nefndust, og voru þeir toppurinn á
yfirráðastétt, er var herað-
all, ekki ósvipaður þeim,
sem réði Norðurálfunni á
miðöldum. Aðall þessi ól
með sér riddaralegar dyggð-
ir, sro sem hefðafestu,
sæmdarvitund, skyldurækni
og ábyrgðartilfinningu og
breiddust þessar hugmynd-
ii' út frá þeim til alþýðu
manna. Til að styrkja þjóð-
Grein þessi er raunar stytt þýð-
ing af grein í ameríska vikublaðinu
„Life“, seni aftur er útdráttur úr
nýrri l)ók eftir Jolin F. Einbree, en
hann var í ófriðnum háskólakenn-
ari í Chicago og kenndi liðsforngja-
efnum, sem áttu að fara til Japans,
að jiekkja á Jrjóðina þar. — Ein-
staka atriði, innan sviga, er innskot
frá þýðanda.