Jörð - 01.12.1945, Side 82
286
JÖRÐ
skap hvarvetna í ríkinu, svo sem stéttarfélögum (í miðalda-
legum stíl), „nágrannafélögum," þjóðræknisfélögum, vara-
liðsfélögum, ungmennafélögum og brunaliðsfélögum. Þar of-
an á eru leynileg þjóðræknisfélög eins og hinn alræmdi Svarti
dreki. Þau félög eru oftast í senn fjandsamleg útlendingum og
auðvaldi.
NDIRSTAÐA japanskrar afkomu var frá aldaöðli rísrækt-
LJ in. I lok shógúnveldisins var orðinn allmikill iðnaðarný-
græðingur og í því sambandi byrjandi fjármálakerfi. Meiji
keisari lét undir eins þessi mál mjög til sín taka. Byrjað var á
ríkisrekstri stóriðnaðar með fjárhagslegum stuðningi, til þess
að gera, nýlegra auðmannaætta, eins og Mitsúí. Ekki leið á
löngu, áður en auðvaldsættirnar sjálfar urðu einkaeigendur
stóriðnaðarins, heildverzlunarinnar og stórútgerðarinnar.
Yfirleitt fer iðnaðarframleiðsla Japana fram í smáurn vinnu-
stöðvum. Og þær lnia hluti sína til að öllu leyti. Þó er þunga-
iðnaðurinn framleiddur í verksmiðjukerfi líkt og í Bandaríkj-
unum. Sá iðnaður hefur notið ríkulegs stuðnings ríkisvaldsins,
enda miðaður mjög við vígbúnað.
Iðnaður Japana er að mestu leyti í höndum örfárra auðvalds-
æt'ta, er hjálpuðu í öndverðu ríkisvaldinu til að koma honum á
legg. Sú stétt er kölluð zaíbatsú. Mestar þessarra ætta eru Mit-
súí, Mitsúbishí, Súmítómó og Yasúda. Þessar fjórar ættir eiga
þriðjunginn af allri verzlun landsins og iðnaði, og ráða öllu á
sviði námugraftar, fjármála, samgangna og utanríkisverzlunar.
Þriðjungurinn af öllu sparifé landsmanna er notaður af þeim.
Mitsúí og Mitsúbishí eiga helminginn af öllum hinum geysi-
mikla skipastól landsins. Mitsúí, Mitsúbishí og Súmítómó eiga
helminginn af öllum búðarvörum í landinu. Þrjá fjórðu af
pappírsiðnaði landsins hefur Mitsúí. Nærri þriðjungur kola-
náms og verzlunar er á vegum Mitsúí.
Zaíbatsú hafa oft hætt auði sínum, fyrirtækjum stjórnarinn-
ar til stuðnings, enda notið mikilla fríðinda á móti. Hins vegar
hefur verið heilmikil samkeppni innbyrðis með zaíbatsú, einn-
ig um stjórnmálaáhrif. Einkum hafa nýrri iðjujöfrar, sumir
hverjir, stutt öfluglega yfirgangsstefnu hersins, en Mitsúí og