Jörð - 01.12.1945, Síða 83
JÖRÐ
287
Mitsúbishí og fleiri af hinum eldri liafa farið sér hægar með
það. Yfirleitt hefur, síðan 1930, dregið sundur með zaíbatsú og
hernum, og hefur herinn notað sér nokkuð verklýðshreyfing-
una til sveita sem borga til að ná sér niðri á zaíbatsú. T. d. var
Mitsúí sakað unr, að selja Kínverjum vígbúnað.
Eins og er, lítur ekki út fyrir annað en að mikið af stóriðju
og útflutningsverzlun landsins rnuni leggjast niður, — þó að
ekki væri vegna annars en skorts á innfluttu efni. í Japan er
töluvert af kolurn og kynstur af vatnsmagni. Hins vegar svo
gott sem ekkert af járni né jarðolíu.
Þ JÓÐFÉLAG Japana er, í aðalatriðum, skipt í fjórar stéttir:
aðal, kaupmanna- eða miðstétt, bændur, verkamenn. I Jap-
an hinu forna var stéttaskipting hér um bil eins harðvítug og
í Indlandi. Með Meiji-byltingunni var stéttaskiptingin hins
vegar numin úr lögum, að því undanteknu, að aðallinn er frá-
skilinn öðrum. Samt er þar raunar afarfjölmenn ,,úrhraka“-
stétt, er ekki má giftast inn í aðrar stéttir. Menn úr henni mega
ekki verða liðsforingjar, en margt af kvenfólki liennar verður
skækjur. Aðrir Japanar reyna af fremsta rnegni að komast úr
sinni stétt upp í einhverja hærri. Aðferðin til að komast í að-
alsstétt, er að verða ættleiddur.
Japanska þjóðin er ein fimbulfjölskylda, samsett af nokkr-
um miljónum óhamingjusamra fjölskyldna. Það, senr gengur
að fjölskyldum þessum, ríkum sem fátækum, er hið harðvítuga
kúgunarskipulag, sem þar ríkir. Fjölskyldan þar gefur góða
skýringu á þjóðinni. Fjölskyldan er oft tvöföld í roðinu (eða
meira), því að elzti sonurinn fer ekki úr foreldrahúsum, þegar
hann kvænist, en konan flytur venjulega til hans. Faðirinn á
allt, sem í húsinu er, enda ber hann ábyrgð á afkomu og heilsu
allra, er í því búa, og er eini samningsaðili í því húsi. Fyrir
bragðið gengur hann á undan öðrum við borðið og baðið —
öll fjölskyldan notar sama baðið, hver eftir annan (a. m. k.
meðal fátækara fólks). Og hann má sofa á mottu sinni lengur
en hinir. Móðirin annast, er hún hefur náð þeim aldri, umsjón
með, að tengdadóttirin vinni húsverkin, en hún hefur aftur
rétt til að láta mágkonur sínar ganga í öllu hinu versta. Þær