Jörð - 01.12.1945, Qupperneq 86
290
JÖRÐ
ÝÐINGARMESTA atriðið í persónuleika hvers manns, er
Jl að áliti Japana, ópersónuleiki. Nátengt þessu er sá háttur
Japana að nota milligöngumenn til livers sem er, að ekki sé
minnst á þurfi hann að biðja sér konu. Með því tryggir hann sér
líka, að hryggbrot og því líkt verður honum enginn álitslmekk-
ir, því að hann reyndi sig ekki sjálfur, persónulega! Japani tek-
ur ekki í höndina á nokkrum manni, nema hann þurfi endilega
að þóknast einhverjum hvíta manninum. Það hefur aldrei
þekkst, að japanskur maður klappaði öðrum Japana á lierð-
arnar.
Gjafir eru þýðingarmiklar í Japan. Þegar maður kemur í
liátíðlega lieimsókn í Japan (en Jrað gerir maður oft), hefur
hann æfinlega gjöf með sér og fer Jraðan alls ekki tómhentur
aftur. Allar gjafir eiga að vera vafðar með sérstöku bandi, —
gull- og silfurþætt við brúðkaup, svart og hvítt við jarðarfarir,
rautt og hvítt við önnur tækifæri.
Japanar eru einhver lireinlátasta þjóðin á Jörðinni. Jafnvel
verkamenn bursta duglega á sér skrokkinn upp úr sápuvatni á
hverjum degi. Enginn fer inn í hús, án Jress að draga áður
skóna af fótunum. Hins vegar eru opinberir staðir fremur
drabljaralega umgengnir. Þegar Japani gistir á Iióteli, hefur
hann allt af með sér eigin sápu, handklæði og salernis-pappír.
— Það er alvanalegt, að manni sé boðið inn, þó að kvenmaður
sé þar í baði, — en maður passar sig að láta eins og maður hafi
ekki orðið kvenmannsins var; hún fer á sínum tíma fram, vafin
í handklæði, og kemur inn að vörmu spori — Jrá heilsarðu
henni auðvitað, eins og nú fyrst hefði hún látið sjá sig!
Náskylt hæfileika Japana til að láta svo sem hann taki ekk-
ert eftir því, sem hann veit, að öðrum þykir óþægilegt að hann
sjái, er sá háttur hans að bæla með sér eðlilegar tilfinningar
í viðurvist lítt kunnugra. Þú t. d. hittir þannig á Japana, er þú
heimsækir, að konan hans er nýdáin. Hann býður þér að
drekka með sér te og liafi hann orð á fráfalli konunnar, gerir
hann Jrað brosandi, eins og ekkert sé. í hópi sinna nánustu er
ekkillinn viss með að gráta og barma sér.
Frumskilyrði japanskra mannasiða er að draga aldrei athygli
að sjálfum sér. Maður heyrir Japana varla grobba, nema Jrá af