Jörð - 01.12.1945, Qupperneq 88
292
JÖRÐ
grænt te, sem þeir skemma bæði matarlystina og lijartað með,
enda svolgra þeir það ótæpt.
Flestir Japanar borða með prjónum, en eiga þó venjulega
skeið í fórum sínum, ef vestrænan mann kynni að bera að
garði. Tæpur meðal-Japani getur með prjónum tínt upp í sig
um 150 baunir á mínútunni. Japanar eru snillingar í borð-
búnaði. Sá, sem þiggur máltíð í Japan, verður að vera við því
búinn, að honum verði boðið upp á býflugur, og hann verður
að reyna að vara sig á að drekka engin ókjör af ,,sake,“ sem er
áfengur drykkur, búinn til úr rísi, með 12% af alkóhóli, sem
raunar eru engin ósköp, en mönnum verður illt í maganum
af Jrví og ónotalegt. Farir þú einhverntíman til Japans, (sem þú
auðvitað gerir, því alltaf eru samgöngurnar að batna — svo
maður nefni ekki sumarleyfi á fullum launum!), þá er þér
óhætt að biðja um „súkíjaki," en Jrað er mulla, sem samsett er
úr baunasprotum, öðrum garðávöxtum og nautaketi og bráðn-
ar í munninum. Þeir, sem ekki geta gert sér soja-bragð að góðu.
ættu hvergi að fara. Japanska kaffið Jrarf enginn að fráfælast,
því að það er ein af beztu stælingum Japana af því, sem.amer-
ískt er.
Lyfjager.
Segi læknirinn þér, að þig vanti B-tjörefni, þá er „bezt og billegast" að bæta
lyfjageri við fæði sitt. Því lyfjager er matur fremur en meðal — rélt eins og t. d.
lýsi, — matur, marggildur að fjörefnamagni móts við annan mat. Lyfjager er
fæða full af eggjahvítuefni, með töluverðri fitu og sykurefnum. Af tveimur
matskeiðum daglega fa’rðu það, sem þú þarft af B,-fjörefni og hér um bil helm-
inginn af öðrum B-fjörefnum. — Lyfjager er unnið úr ölgeri. Ger er sveppur,
sem nauðsynlegur er við ölgerð, en magn þess þrefaldast við gerðina, og hafa
ölbruggarar jrví alltaf aflögu helmingi meira gerntagn en þeir byrjuðtt hverja
gerð með. Efnið í lyfjagerið er þurrkað snöggt, til þcss að fjörefnin skemmist
ekki. I>á má eyða remmubragðinu tir því, og verður það þá líkt hnetum á bragð-
ið. I>á má bæta í það fjörefnum. Þannig úr garði gert kostar það í Ameríku
G8 cent pundið og endist manni í 300 daga. Þurrger er ómetanlegt handa skepn-
um. Varp vex um 25%, sé þurrgeri bætt í fóðrið, og eggin, sem að jafnaði eru
ágætur B-fjörefnagjafi, batna þó til muna við það.