Jörð - 01.12.1945, Page 90
294
JÖRÐ
En fyrir þetta samfellda strit þúsunda hugvitsmanna iiafa
framfarirnar skapazt og þeim mun minni senr fordómarnir
hafa orðið hjá alþýðu manna og framfaraþráin ríkari, þeim
mun betur hefur gengið að koma fram nýjum hugmyndum
og umbótum. Og aklrei hafa framfarirnar orðið jafnstórstígar
eins og á þeim tíma, sem af er þessari öld. Og þó stórstígastar
lijá yngstu þjóð heimsins, Bandaríkjaþjóðinni, — vegna þess að
hún skeytti lítt um gamlar venjur og var fordómalausari heldur
en flestar aðrar þjóðir.
Sú þjóð, sem óskar eftir almennri velmegun, hefur ekki efni
á að vera fordómafull. Hún verður að gera sér það að skyldu
að rannsaka nákvæmlega hverja þá hugmynd, sem dregið getur
úr tilkostnaði, aukið afköst eða á annan hátt bætt hag þjóð-
arinnar. Vaxandi velmegun skapar skilyrði fyrir vaxandi rnenn-
ingu á sama hátt og aukin menning skapar skilyrði fyrir auk-
inni velmegun. Þetta tvennt helzt í hendur og verður ekki að-
skilið.
ISLENDINGUM eru listrænir hæfileikar mjög í blóð bornir
og æskilegt, að senr bezt skilyrði séu sköpuð til þess, að lista-
menn vorir geti ástundað listir sínar og fólkið keypt listaverk
og notið þeirra. En Jretta er ekki hægt nema nútímatækni sé
notuð við framleiðslustörf þjóðarinnar, sölu og dreifingu af-
urðanna og fjármálalega stjórn landsins.
Þegar þetta er luigleitt, þá er það ljóst, að íslendinga skortir
rnjög fagmenntaða menn á ýmsum sviðum atvinnulífsins.
Sérstaklega skortir okkur iðnlærða menn, vélfræðinga, vél-
stjóra, vélamenn, fiskiðnfræðinga, rafmagnsfræðinga og yfir-
leitt aukinn almennan skilning í tæknilegum efnum. Það er
hinn mesti misskilningur að halda, að þörfin fyrir þessa menn
muni fara minnkandi frá því, sem nú er.
Þvert á móti. Og Jrað er hin háskalegasta villa að setja
nokkrar takmarkanir fyrir fjölgun slíkra manna eða leggja
stein í götu þeirra, sem áhuga hafa fyrir tæknilegum efnum
og vilja nema tækni í einhverri mynd. Ef vel ætti að vera, þá
þyrfti í hverjum barnaskóla að fara fram kennsla í tækni. Þótt
hún væri ekki mikil, gæti hún samt opnað huga barnsins fyrir