Jörð - 01.12.1945, Síða 91
JÖRÐ
295
ýmsum möguleikum í náttúrunni og fyrir þeirri byggingar-
list, sem ekki er bundin við marmara eða leir heldur engu
síður hvers konar málma og efni, sem Jörðin býður upp á eða
mönnum hefur hugkvæmst að búa til.
I þjóðfélagi, þar sem vélanotkun fer ört vaxandi, er nauð-
synlegt, að fólk kunni almennt að fara vel með vélar. Vélarnar
kosta mikla peninga. Þær mega ekki eyðileggjast á óeðlilega
stuttum tíma vegna kunnáttuleysis eða hirðuleysis. En á þann
hátt er oft sóað miklum verðmætum.
Þeim mun fyrr, sem oss íslendingum tekst að komast á hátt
tæknislegt menningarstig (en á það skortir enn mikið), þeim
mun betri tryggingu liöfum vér fyrir góðri afkomu. Hugir
manna verða þá móttækilegri fyrir nýjum hugmyndum og
hvers konar umbótum og mistökin færri og ekki eins dýr.
Heimurinn er sífellt að taka breytingum og á stríðstímum
verða það stökkbreytingar, svo stórar að menn sundlar við.
Oss er því nauðsynlegt að liafa opin augun og eyrun fyrir því,
sem í kring um oss gerist. Og það er skylda þeirra, sem sérstök
skilyrði hafa til þess að fylgjast með tæknilegum framförum,
að miðla öðrum af vitneskju sinni eftir beztu getu.
FLUGTÆKNIN hefur tekið geysimiklum framförum í þessu
stríði og flugferðir um ísland eru nú daglegir viðburðir.
Það tekur orðið skemmri tíma að fara frá Reykjavík til Eng-
lands eða jafnvel til New York heldur en sjóferð til Vestmanna-
eyja eða ferðalag með bíl norður í land. Allt bendir til að hér
verði mjög notaðir viðkomustaðir fyrir farþegaflugvélar og
ekki síður flutningaflugvélar, sem ferðast heimsálfanna á rnilli.
Beina fluglínan milli tveggja liöfuðborga heimsins, New
York og Moskva, liggur yfir þriðju liöfuðborgina, Reykjavík.
Hverju á þetta eftir að breyta hér í framtíðinni? Það er erfitt
að segja. Þó má draga nokkrar ályktanir af líkum. Samskiptin
við aðrar þjóðir aukast. Þekking íslendinga-á öðrurn þjóðum
og löndum og þekking annarra þjóða á Islandi og íslendingum
eykst. Skilyrði skapast fyrir auknum viðskiptum á ýmsum svið-
nm. Skilyrði skapast til þess að gera ísland að ferðamannalandi.
En það þarf að reisa mörg og góð hótel og ala upp stétt manna,