Jörð - 01.12.1945, Blaðsíða 100
304
JÖRÐ
kunnu sögur um undursamlegar borgir sunnar í landinu, þar
sem allt flóði í gulli og gimsteinum, og höfðu þær eftir skógar-
fólki þessu.
Hjörvarði voru þær sagnir eggjan og uppörfun. Hann lét
kalla fyrir sig piltana og spurði þá, livort þeir vildu fylgja
sér til þessara æfintýralanda og vera túlkar lians, ef honum
auðnaðist að finna þau. Annan Jreirra skorti liug til Jress, en
hinn tjáði sig fúsan að fara; nafn hans var Grímur.
Litlu síðar sigldu Jreir Hjörvarður og ntenn lians suður með
ströndinni. Þeir sáu fagrar lendur og mikla skóga, en enga
mannabyggð. Hitinn jókst mjög, eftir því sem lengra dró, svo
að menn urðu að kasta klæðum sínum að mestu. Byr var mis-
jafn, en stundum sæmilegur og sigldu þeir fjörutíu sólarhringa
meðfram landi.
Þá var Jrað einn morgunn, að Jreir sigldu fyrir nes eitt og
inn á fagran fjörð, með skógi klæddum hlíðum beggja vegna.
I firði Jressunr voru margar yndislegar eyjar, með lnisum og
allskonar mannvirkjum, en fyrir enda hans reis mikil, hvít
borg og ljómaði í sólskininu.
Nú varð uppi fótur og fit á skipinu. Menn tóku klæði sín
og vopnuðust, Jrví ltúast mátti við, að á þá yrði ráðizt. En hvorki
sást hik né æðra á neinum og sigldu Jreir alla leið upp í fjöru-
sandinn og héldu knerrinum Jrar í horfi með stjökum.
Steig nú Hjörvarður á land og tíu hraustir drengir með hon-
um. Var J)ar samankominn mikill mannfjöldi, sem beið þeirra
í djúpri Jiögn. Námu þeir félagar staðar sem svaraði tíu skref-
um frá fylkingunni og horfðu hvorir á aðra um stund.
Þetta var sérkennilegt fólk, og bjartara á hörund en skógar-
búarnir í norðrinu, einkunt konurnar. Flestir voru skraut-
klæddir mjög og báru dýra gripi úr gulli og gegnsæum steinum.
Allt var fólk J)etta hávaxið og prúðmannlegt, svarthært, nteð
koldökk augu.
Allt í einu fóru allir að tauta eitthvað fyrir munni sér, hljóð-
Iega í fyrstu en síðan liækkandi, unz úr varð þúsundfalt, dynj-
andi hróp. Ekki varð þó nein reiði né æsing á Jneim sén, heldur
líktist háreysti þessi miklu fremur áköllun múgsins við blót-
hátíðir.