Jörð - 01.12.1945, Qupperneq 101
JORÐ
305
Hjörvarður sneri sér að Grími, túlki sínum. „Skilur þú mál
þeirra?" spurði liann.
„Skil eg víst,“ svaraði maðurinn skjálfandi röddu. „Þeir
s’egja: Hinn hvíti konungur er kominn til vor!“
„Hinn hvíti konungur —?“
„Það er þýðing orðanna. Mál þeirra er hið sama og skógar-
fólksins, en skýrara og hljómfegurra."
Nú varð aftur hljótt, dauðakyrrð. Og út úr mannfjöldanum
kom hópur af gömlum konum í skrúðfylkingu; voru þær all-
ar mjög veglega búnar. Þær gengu fyrir Grænlendingana og
hneygðu sig djúpt; því næst mælti sú, sem var elzt þeirra og
virðulegust, nokkur orð við Hjörvarð, en Grímur þýddi: „Hún
segir, að drottningin, móðir þjóðarinnar, og prinsessan bíði
auðmjúkar og í eftirvæntingu liins mikla, hvíta konungs."
Hjörvarður var hugsi um stund. Þetta var allt mjög undar-
legt, og honum fannst, sem það hefði skeð dður, fyrir langa
löngu. Eins og í leiðslu leit hann yfir hinn mikla fjölda af fögru
og skrautklæddu fólki og honum fannst hann kannast við
það. Hafði hann ekki einhvern tíma áður séð þennan yndis-
fríða dal, með lágum laufskógahlíðum, — og fjörðinn blásilfr-
aða, eyjaklasann —? Hann rétti ósjálfrátt úr sér og bar höfuðið
hærra. „Segðu konum þessum, að vér séum reiðubúnir að
fylgja þeim!“ mælti hann til Gríms.
Þær hneigðu sig aftur djúpt, er túlkurinn hafði þýtt orð
hans. Svo snéru þær við og gengu hægt og hátíðlega upp eftir
hvítu strætinu, en mannfjöldinn veik fyrir þeim, svo að mynd-
aðist tröð. Hjörvarður og menn hans fylgdu þeim fast eftir, en
allt um kring var fólkið hljótt og alvarlegt á svip.
í miðri borginni, umlukt fögrum garði, stóð liöll ein mikil
úr hvítum steini. Inn í hana gengu gömlu konurnar og Græn-
lendingar á eftir. Komu þeir þar inn í sal svo veglegan, að eng-
inn þeirra Iiafði séð slíkt í draumum sínum, hvað þá veruleik-
anum. Var hann allur prýddur gulli og gimsteinum, en myndir
manna og dýra málaðar á veggina. Hinum norrænu mönnum
varð mjög starsýnt á allt þetta skraut og ekki laust við, að þeir
færu hjá sér, nema Hjörvarður. Hann gekk óhikað innar eftir
gólfinu, að hásæti einu miklu, er þar stóð fyrir miðjum vegg.
20