Jörð - 01.12.1945, Side 102
306
JÖRÐ
Sátu í því tvær konur, en er hann nálgaðist, stóðu þær á fætur
og gengu til móts við hann. Var önnur þeirra ellihnigin og
þunglamaleg í hreyfingum, en ákaflega virðuleg. Hin konan
var ung og fegri en orð fá lýst. Báðar voru þær í hvítum kyrtí-
um, baldýruðum með silfri, og með léttar silfurkórónur á
höfði sér.
Þær hneigðu sig fyrir honum, er þau mættust, og hann svar-
aði á sama hátt. Síðan mælti eldri konan nokkur orð oí>' benti
o
á liásætið.
,,Hún segir, að þú eigir að setjast í sætið, sem er í miðjunni,"
hvíslaði Grímur, er stóð á bak við herra sinn, og var honum
stirt um máh
Hjörvarður fór þá að orðum þeirra. — Hásætið var þrískipt
og grannar silfurbríkur á milli, fagurlega prýddar. Það var auð-
séð, að sætin til hliðanna höfðu verið notuð mikið, en mið-
sætið lítið sem ekki. Er hann hafði sezt niður í það, talaði hin
aldraða kona til lians og hljóðuðu orð hennar svo í þýðingu
Gríms hins grænlenzka:
„Mikli livíti konungur," mælti hún, „þetta hásæti hefur nú
beðið þín í óteljandi ár. Margar drottningar hafa mænt án
árangurs eftir þér, þangað til dauðinn lokaði augum þeirra.
Mörg fögur prinsessa hefur fölnað og visnað, áður en skips-
stafn þinn klauf öldurnar að vorri strönd. Einnig ég beið og
vonaði, livíti konungur, þó án biturleika, því ég vissi, að Guð
ræður öllu sem skeður og að enginn getur farið úr einum stað
til annars nema með leyfi hans. Og ég varð gömul og lét þjóð-
ina velja sér prinsessu, fegurstu og göfugustu mey þessa lands,
eins og hin fornu lög bjóða. Því drottning þín, hin fyrsta, er
þéi yfirgafst hér fyrir æfalöngu, fæddi þér ekkert afkvæmi, en
lögin mæla svo fyrir, að ætt þín skuli ráða þessu ríki til eilífðar.
Hamingjusöm er hún, sem ekki beið þín án árangurs, hún,
sem á að fæða þér syni. Og hamingjusöm er einnig ég, er fékk
að líta fegurð þína, áður en augu mín slokkna. Sjá, livíti kon-
ungur, hér er drottning sú, er þjóðin hefur valið þér til handa.
Og þú barn mitt, prinsessa Ílamít, Iiér er herra þinn. Legg ég
nú hendur ykkar saman og veiti ykkur blessun míná.“
Hin aldraða drottning lyfti höndum sínum og mælti með