Jörð - 01.12.1945, Side 103
JÖRÐ
307
grátklökkri röddu nokkur orð. Því næst var henni færð gullin
kóróna, er luin setti á höfuð Hjörvarði. Reis hann þá á fætur
og laut henni, en luin beygði kné sín fyrir honum. Settust þau
nú öll þrjú í hásætið.
Hinn mikli salur var þéttskipaður af hljóðu og alvarlegu
fólki; var það flest nokkuð við aldur. Hófst nú söngur og gígju-
sláttur; komu inn goðar og fór fram einhver helgiathöfn. En
konungurinn ungi gaf jressu lítinn gaum. Hann horfði á prins-
essu Ílamít, er sat við lilið hans. Aldrei liafði liann séð neina
konu lienni líka. Fögur var Inin, eins og leikur norðurljósanna
yfir bláum jökli, hávaxin og grönn, ljómandi af æsku og yndis-
þokka. Svart, liðað hárið féll laust að beltisstað, andlitið var
gullinfölt og hver drátur bar vott um tign og hreinleika, augun
stór og dimm sem hin suðræna nótt. Svo fíngert höfuð og fag-
urmótaðan líkama hafði grænlenzka kappann aldrei dreymt
um, að til væri. Höndin, sem hvíldi í lians, var svöl og blóm-
kennd, og frá allri persónu hennar andaði þvílíkri göfgi, að
hann langaði mest til að falla á kné sín og tilbiðja liana. Og
þegar hún leit á hann, ljómaði úr augum hennar svo barnsleg
ástúð og aðdáun, að liann varð feiminn og frá sér numinn eins
og drengur. Frá fyrstu stund elskaði hann hana af öllu hjarta.
Prestarnir héldu áfram helgiathöfn sinni. Þeir kveiktu ljós
á litlu altari og fórnuðu blómum og ávöxtum. Síðan komu þeir
að hásætinu og lásu af töflum undarleg orð, en allir viðstaddir
krupu og dauðaþögn ríkti í salnum.
Hjörvarður var sem í sælli leiðslu. Eins og úr fjarska heyrði
hann orð Gríms: „Þeir eru að gifta ykkur, prinsessuna og þig!“
— En hann gaf þeim engan gaum. Réðu ekki örlögin
ferð og afturkomu? Var það á valdi nokkurs manns að sporna
við því, sem fram átti að koma? Og var þetta ekki aðeins end-
urtekning af atburðum, sem voru löngu liðnir?
ÞANNIG bar það til, að grænlendingurinn Hjörvarður í
Jökulfirði varð konungur ílam-þjóðarinnar í Vínlandi
hinu góða.
Hann var ánægður með örlög sín og hin ábyrgðarmikla staða
var honum vel að skapi. Nú var ævintýraþorsta hans svalað og
20*