Jörð - 01.12.1945, Page 104
308
JÖRÐ
liann þurfti á öllu sínu þreki og kröftum að halda í konugs-
starfinu. I hjónabandi sínu var hann mjög hamingjusamur;
engin kona gat elskað karlmann lieitar en drottning Ílamít
elskaði iiann.
Hún kenndi honum mál landsbúa og áður en ár var liðið,
gat hann talað við þegna sína, er tilbáðu hann og heiðruðu
sem guðdóm. Hann var þeim öllum fremri að fimi og styrk-
leika og jók það mjög ástsældir hans. — Þjóð þessi gerði vopn
sín og verkfæri úr málmi einum, er h'ktist gulli og vildi hnoð-
ast í notkun; bitu því eggjar illa. En hann kenndi þeim að
vinna járn úr mýrarrauða, svo sem forfeður hans höfðu gert,
og srníða úr því. Þá kenndi hann þeim einnig að byggja góð
skip, en þeir höfðu áður notast við fleka og eintrjáninga. Varð
hann af öllu þessu svo elskaður af þjóðinni, að hún tók hann
fram yfir guði sína og reisti honurn ölturu víðsvegar um landið.
Lék honum nú allt í lyndi um hríð.
Fyrsti skugginn, er féll á hamingju Hjörvarðar konungs í
ílam-landi, var sá, að menn þeir, er fylgt höfðu honum þangað,
báðu leyfis að halda heim.
Þeir höfðu verið glaðir og ánægðir til að byrja með, karl-
mennirnir litu upp til þeirra og konurnar gáfu þeim hýrt
auga; alls staðar voru Jreir boðnir og velkomnir og allir leystu
þá út með dýrum gjöfum. Þeir nutu lífsins í hinni fögru borg
og söfnuðu auði. En er þrjú ár voru liðin, tók að bera á óyndi
meðal þeirra; ágerðist það svo, að surnir neyttu hvorki svefns
né matar, en sátu á ströndinni og störðu út á hafið. — Hjör-
varður hló að þessu í fyrstu; kvað hann þá líkjast ástsjúkum
meyjum og hvatti þá til að kvænast og takast á hendur nytsöm
störf í Jrjónustu ríkisins. „Mun ég fá yður bæði völd og met-
orð,“ sagði hann. „Er von, að yður leiðist iðjuleysið.“
En eitt sinn, er liann rnælti svo til þeirra, stóð upp Hrafn-
kell úr Suðurvog, er átti konu og börn heima á Grænlandi, og
svaraði fyrir hönd Jreirra allra. — „Ekki átt Jrú Jrað af oss skilið,
Hjörvarður,“ sagði hann, „að vér vanþökkum forustu þína og
allar góðar gerðir oss til handa með því að leyna Jrig sannleik-
anum. En svo er nú komið, að vér óskum Jress eins, að þú
veitir oss heimfararleyfi. Vel kunnum vér að meta þá ham-