Jörð - 01.12.1945, Qupperneq 105
JÖRÐ
309
ingju, sem hér hefur fallið oss í skaut, en nú gerumst vér heim-
fúsir og það svo, að eigi megum vér um annað hugsa. Eigum
vér allir frændur og vini á Grænlandi — og hvaða gegn höfum
vér af dýrgripum og auði, ef vér megum eigi njóta þeirra í
heimkynnum vorum? Víst er land þetta fagurt og í undursam-
leg ævintýri höfum vér ratað, en hvers virði eru þau, ef vér
getum ekki sagt þau afkomendum vorum, en þeir sínum niðj-
um, svo að orðstír vor megi lifa í norrænum sögnum frá kyni til
kyns? — Því er það bæn vor, að þú gefir oss skip þitt og leyfir
oss að fara héðan.“
Hjörvarður starði orðlaus á félaga sína. — Var þeim raun-
verulega alvara? Ætluðu þeir að kasta hamingju sinni á glæ
og hverfa aftur norður til íss og snjóa? — Honum var efst í hug
að segja þvert nei við beiðni þeirra og biðja þá að minnast
aldrei á slíkt. En þá komu honum í hug orð konu lians, hús-
freyjunnar í Jökulfirði: Örlög ráða ferð og afturkomu, og
hann laut höfði í skilningi þess, að honum var annar vegur
valinn en þeim. Hann var konungur ílam-þjóðarinnar, en þess-
ir menn voru ekki þegnar lians, heldur félagar og vinir.
„Þér eruð frjálsir ferða yðar,“ mælti iiann og heldur sein-
lega.
Hann leysti þá út með svo ríkmannlegum gjöfunt, að þeir
stóðu sem steini lostnir og fundu ekki orð til að sýna þakklæti
sitt. „Ég kann jtví betur," sagði hann brosandi," að Grænlend-
ingar haldi ekki, að þér farið með lygi og raup, er þér segið
lrá ferðum yðar. Hafið þér nú jarteikn nokkur að sýna þeim
til sannindamerkis.“
En dýrasta gripinn á knerrinum geymdi Hrafnkell úr Suður-
vog í kistu sinni og skyldi færa lnisfreyjunni í Jökulfirði. Var
það kyrtill, ofinn úr gullþræði og settur marglitum steinum.
Fylgdi honum kveðja konungsins í Ílam-ríki á Vínlandi.
Síðan liðu mörg ár.
UNDIR stjórn hins hvíta konungs varð ílam-þjóðin voldug
og hamingjusöm. Hjörvarður var mikill þjóðhöfðingi og
undi vel hag sínum. Hann eignaðist þrjá sonu með Ílamít
drottningu. Vor þeir allir hinir gjörfulegustu, hávaxnir og