Jörð - 01.12.1945, Side 106
310
JORÐ
hraustlegir, svartir á hár, en hörundsbjartir og bláeygir, sem
faðir þeirra. Mjög voru þeir ástsælir af þjóðinni, enda ljúfir í
lund og glaðsinna.
Ilamít hélt fegurð sinni, þótt árum fjölgaði, og liamingja
þeirra lijóna var mikil. Skyggði nú ekkert á gleði Hjörvarðar
konungs, nema hvað einstöku sinnum hvarflaði að honum lít-
ilsháttar óyndi og löngun til að horfa út á sjóinn. En liann var
minnugur þess, hvernig fór fyrir félögum hans, að þeir sátu
við hafið löngum og urðu jrunglyndir af því. Gætti hann þess
vel, að láta aldrei að jDessari þrá sinni, heldur sökkva sér niður
í stjórnarstarfið hvert sinn, er hún ásótti hann. Vildi hann ekki
láta ókarlmannlegt veiklyndi skerða hamingju sína og tókst
honum að bægja frá sér öllu slíku.
Þá var Jjað dag einn, að stórt, ókunnugt skip sigldi inn fjörð-
inn til borgarinnar. Hópur hvítra manna réri í land og gengu
fyrir konunginn. Kenndi hann foringja jreirra, eftir að hafa
virt liann fyrir sér nokkra stund. Var jrar kominn Hrafkell úr
Suðurvog. Hafði hann elzt mjög í útliti. Minntist Hjörvarður
þess, að þeir voru nærfelt jafngamlir, en sjálfur var liann enn
í blóma lífsins og hélt æskufegurð sinni. Þekkti hann nú einnig
aðra forna félaga meðal hinna norrænu manna, en breyttir og
bitnir af veðrum og árum voru þeir allir.
Gestunum var, að vonum, tekið forkunnarvel í Ilam-borg.
Gerði konungur Jreim veizlu mikla, og yfir drykkju um kvöld-
ið ræddust þeir við, Hrafkell og hann. Spurði Hjörvarður þá
margs úr föðurlandi sínu, og innti að lokum eftir, hvernig liði
húsfreyjunni í Jökulfirði.
„Frá henni á ég að bera jrér kveðju,“ svaraði Hrafnkell.
„Hún bað mig að jrakka þér gjöfina og lét svo um mælt, að
fagurt væri gull og dýrir steinar, en heldur vildi hún lifa í
fátækt með þér á Grænlands ströndum, en eiga alla dýTgripi
veraldarinnar og sakna lians, er hjartað megnar ekki að
gleyma.“
Við þessi orð brá konunginum svo, að allir viðstaddir tóku
eftir Jrví; laut hann höfði og varð ýmist rauður sem blóð, eða
bleikur sem nár. Hljótt varð í salnum og liinir innbornu höfð-
ingjar sendu gestunum fjandsamlegt tillit, því J)eim skildist, að