Jörð - 01.12.1945, Page 107
JORÐ
311
minningin um fortíðina var vakin í huga konungsins og ótt-
uðust, að illt mundi af því leiða.
En Hjörvarður stóð upp og gekk einn út á svalirnar, er vissu
að sjónum. — Tunglið skein á fjörðinn og hið fagra land, borg-
ina livítu og þögul strætin. Konungurinn leit yfir það allt og
liugur hans fylltist angri. Minningin um æskulandið og inni-
byrgð heimþrá skall yfir hann eins og flóðalda. Honum fannst,
sem sér mundi hvergi vært eftir þetta nema á Grænlandi; að
hvergi annars staðar á jarðarkringlunni mætti hann öðlast
ánægju og gleði. Og unga, hvíta ástvinan hans, — gat nokkur
kona jafnazt á við hana?
Sem svar við þeirri spurnrngu heyrðist létt fótatak að baki
liontun. Hann snerist á hæli. Frammi fyrir honum stóð Ílamít,
ævintýrabrúðurin — og ástríkur förunautur hans gegnum mörg
hamingjusöm ár. Hún var föl og hljóðlát, en blíð á svip og
brosti til hans; fegurð liennar var lneinni og göfgari en nokkru
siuni fyrr og htin horfði á hann með náttmyrkum augum sín-
um eins og hún skildi allt og fyrirgæfi allt.
„Ílamít,“ sagði hann; „þrá eftir heimkynnum mínum hefur
gripið mig og ég girnist að fara burtu héðan.“
Hún laut höfði og hann sá, að þjáningardrættir koniu í and-
lit hennar, en hún sagði ekki neitt.
„Mundir þú láta mig hverfa frjálsan á brott, Ílamít?“
Hún st araði lágum rónri, en hiklaust: „Enginn skal hindra
brottför þína.“
„Og þú mundir aldrei kalla mig aftur til þín, þótt þú ættir
jress kost?“
„Nei, hvíti konungur. Ef þú værir hamingjusamur í fjar-
lægðinni, yrði sorg mín léttbær, því gleði þin er mér dýrmætari
en allt annað.“
Hann starði sem töfrum tekinn á andlit hennar; svo fagurt
hafði hann aldrei séð það fyrr. Hann langaði til að falla á kné
og tilbiðja hana.
Allt í einu birti yfir ásjónu hans. Hann gekk aftur inn í
salinn og nam staðar frammi fyrir höfðingja hinna hvítu
manna, Hrafnkeli úr Suðurvog.
„Vinur og félagi," mælti liann hátt og snjallt; „berðu kveðju