Jörð - 01.12.1945, Side 114
Bókadálkur
Guðmundur Gíslason Hagalín:
Styrjaldarsögur
IFYRRA og í ár hafa komið út allmargar þýddar skáldsögur.
sem gerast í styrjöld þeirri, er lauk fyrir nokkrum mánuð-
um. Nokkrar þeirra hef ég gefið mér tíma til að lesa, og skal ég
nú fara um þær fáeinum orðum, iiverja fyrir sig, en yfirleitt
má um þær segja, að þær séu ekki mikill skáldskapur.
Tvær af sögum þessum gerast í Rússlandi, Regnboginn,
el'tir pólsku skáldkonuna Wandn Wassilewska, en sú skáldkona
er mikill kommúnisti og ntikill Rússavinur, og Hetjur d heljar-
slóð, eftir liandaríska skáldsagnahöfundinn, Erskine Caldwell.
Það er látið fylgja Regnboganum sem meðmæli, að skáld-
konan hafi verið sæmd fyrir liana bókmenntaverðlaunum, sem
kennd séu við Stalin marskálk. Og víst ættu Jretta að vera með-
mæli. Auðvitað lief ég ekki lesið bókina á frummálinu, því að
ég mun ekki kunna í því fleiri orð en telja má á fingrum ann-
arar liandar, en miklu má hún hafa tapað í þýðingunni, sagan
sú arna, ef hún er góður skáldskapur frá liendi höfundarins.
Þarna er liaugað saman andstyggilegustu hemdarverkum, og
veltir höfundurinn sér svo mjög í slíku svaði, að allt líf, allt,
sem gæti gefið sögunni blæ hins raunverulega lífs, fer forgörð-
um. Frásögnin er bókstaflega þannig, að jafnvel þeir atburðir,
sem við vitum annars staðar frá, að átt hafi sér hliðstæður í
veruleikanum, verka á lesandann eins og áróðurslygi af klaufa-
legasta tagi.
Hetjur d heljarslóð eru miklum mun skárri saga. Þar verða
atburðirnir, sem raunar eru flestir liroðalegir, lifandi og senni-