Jörð - 01.12.1945, Page 115
JÖRÐ
319
legir, og við kynnumst þarna fólki, sem við getum séð fyrir
okkur. Sagan er ekki neitt snilldarverk, en lnin er fjörlega og
haglega sögð. Höfundur hennar er mikill kommúnisti og
Rússavinur, en hann verður ekki drukkinn af blóðdaun og
nálykt — eins og pólsk-rússneska kvendið. Annars hefur hann
skrifað sögur, sem liafa vakið mikla athygli víðs vegar um heim
og fjalla flestar um líf blásnauðra og menningarlausra hvítra
manna í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Ein þeirra, Dagslátta
drottins, hefur kornið út í íslenzkri þýðingu.
Þá hafa verið þýddar þrjár skáldsögur frá Noregi og Dan-
mörku, sem allar eru til orðnar vegna hernáms þessara landa.
Norska skáldsagan Meðan Dofrafjöll standa vakti allmikla
athygli. Höfundurinn kallar sig Christian Wessel, en ekki veit
ég hið rétta nafn hans. Sagan er ekki mikið skáldverk og gefur
ekki einu sinni eins glögga mynd um ástandið í Noregi á styrj-
aldarárunum og leynistarfsemina þar, eins og rnaður hefði bú-
izt við. En auðséð er það, að höfundurinn er snjall rithöfund-
ur, og yfir bókinni svífur allt annar andi en yfir bókunum frá
Rússlandi. í henni gætir meira frelsis- og föðurlandsástar en
hins blinda og blóðdrukkna haturs, og hvergi kemur það fram
í henni, að því fylgi lostablandin nautn að vega óvini sína,
eins og jafnvel gætir hjá Erskine Caldwell.
Danskir œttjarðarvinir eftir Ole Juu/, sem er nýr höfundur,
lýsir starfsemi frelsishreyfingarinnar dönsku, og er sagan læsi-
leg, enda ekki á henni neinn tuddabragur. Mesta athygli vek-
ur þar ástarsagan, því að hún er bezt sögð af öllu því, sem
frá er skýrt í bókinni. En sá er galli á gjöf Njarðar, að einmitt
þessi þáttur sögunnar minnir svo mjög á ameríska skáldsagna-
höfundinn Hemingway, að nær liggur að tala um stælingu en
áhrif, og þá ekki sízt í samtölunum. Annars er eitthvað við
lýsingarnar og blæinn yfir þeim, sem minnir á hitasóttaróra
og bendir til þess ástands, sem við höfum lieyrt, að ríkt hafi í
Danmörku eftir styrjaldarlokin — og mun að nokkru ríkja
þar ennþá, ef dæma skal af þeim orðum, sem íslenzk blöð hafa
haft nýlega eftir síra Friðriki Friðrikssyni, að það sé orðið
frekar sjaldgæft að skothríð sé á götum Kaupmannahafnar.
Þeir áttu skilið að vera frjálsir er líka dönsk skáldsaga. Hún