Jörð - 01.12.1945, Síða 116
320
JORÐ
er eftir Kelvin Lindemann, og var liann orðinn nokkuð knnn-
ur liöfundur áður en Danmörk var hernumin. Þessi saga er
dulbúinn áróður, sagt frá atburðum, sem gerðust, þá er Svíar
hernámu Borgundarhólm hér áður á öldum, en allt er fram-
sett þannig, já, stundum meistaralega hnitmiðað í þá átt, að
öllum verði augljós hliðstæðan: viðhorfin í Danmörku, her-
numinni af Þjóðverjum. Þessi saga á það sammerkt við hinar,
að stórbrotinn skáldskapur er hún ekki. En hún er vel gerð,
nokkrar persónur þar vellifandi, hernámsliðið ekki gert að
neinum skepnum án mannlegra eiginleika — og stíllinn sam-
felldur og blæhreinn, þó að ekki verði sagt, að hann sé hríf-
andi. Yfirleitt er það auðséð, að höfundurinn er menntaður og
glöggskyggn hugsjónamaður og ættjarðarvinur. Víst er og um
það, að af öllum þessum bókum, er þetta sú eina, sem þjónar
sínum höfuðtilgangi og um leið getur kallazt allgott skáldrit.
Loks skal svo getið enskrar sögu, sem gerist á hernámsárun-
um í Tékkóslóvakíu. Hún er eftir skáldkonuna Storm Jameson
og heitir Siðasta nóttin.
Þetta er stutt saga, en þar er haglega lýst bæði viðhorfum
Þjóðverjanna og hinnar hernumdu þjóðar. Við sjáum glögg-
lega ýmsar tegundir þýzkra hermanna, mótaðra á mismunandi
tímum og af mismunandi anda, þó að allt beri að hinum sama
brunni: að þeir verði yfirleitt dauðtrygg verkfæri í höndum
valdhafanna, og við skiljum mæta vel, hve óbrúanlegt er djúp-
ið milli þeirra og liinnar hernumdu þjóðar, hve fáránlegt, fjar-
stætt og hörmulegt atferli það er að taka sér fyrir hendur að
gera hana að þýzkum þrælum. Þá er og að lokum vikið að hinu
mikla vandamáli, sambúð árásar- og hermdarverkaþjóðarinnar
í framtíðinni við þær þjóðir, sem liðið hafa liinn hörmulega
órétt og orðið að þola hið blóðugasta og kvalafyllsta píslar-
vætti.
Styrjaldir og það ástand, sem þær liafa skapað, hafa ávallt
orðið efni í skáldrit. Og sízt er vafi á því, að út muni koma
fjöldi skáldsagna á næstu árum og áratugum, sem fjalli um
þá feikna- og furðustyrjöld, sem nú hefur verið liáð. Þegar at-
burðirnir færast lítið eitt fjær en þeir eru ennþá komnir — og
meiri yfirsýn gefur yfir tildrög, atburðarás og afleiðingar, þá