Jörð - 01.12.1945, Blaðsíða 117
JORÐ
321
fyrst má vænta mikilla skáldrita, sem gerist í styrjaldarlöndum
á hinum ógnþrungnu árum 1939—1945.
B. O. B.:
Bækur, sendar JÖRÐ
ODÁÐAHRAUN eftir Ólnf Jónsson, framkvæmdastjóra
Ræktunarfélags Norðurlands, er eitt af stórvirkjum ís-
lenzkrar alþýðumenningar. Eg leyfi mér að telja alþýðumenn-
ingu vorri það, þó aldrei netna Ólafur hafi lokið prófi við
Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn, því að rannsóknir
hans unr Ódáðahraun eru á allt öðru sviði og þann lærdóm,
sem til þeirra þurfti, varð hann að afla sér með heimanámi að
gömlum og góðum íslenzkum hætti. Ólafur Jónsson hefur með
riti þessu, að ég ætla, tekið sæti með fullgildum jarð- og land-
fræðingum; gert sýnurn meiri hina merkilegu deild sjálfmennt-
aðra íslenzkra náttúrufræðinga, sem skipuð er mönnum eins
og Guðmundi heitnum Bárðarsyni og Jakobi Líndal. Og eitt
Iiefur Ólafur vafalaust fram yfir nokkurn þeirra manna, með
fyllstu virðingu fyrir þeim, einnig í því tilliti, en það eru rit-
höfundarhæfileikar.
DAÐAHRAUN er geysimikil bók í þremur bindum,
\J rúmar 400 bls. til jafnaðar hvert, og er svo mikil stærð
að vísu ekki sérlega uppörfandi til lestrar út af fyrir sig. Við
nánari aðgæzlu sést þó, að einmitt stærð þessarar bókar hefur
gert liana með afbrigðum fjölbreytta og þar með miklum mun
skemmtilegri fyrir allan almenning en hún hefði getað orðið
að öðrum kosti. Bókin er sem sé ekki öll fræðilegs efnis, held-
ur skipulegt samsafn af öllu fróðlegu og skemmtilegu, sem vit-
að verður um Ódáðahraun (og Mývatnsöræfi) að svo komnu.
Þar er „eitthvað handa öllum,“ eins og stundum er sagt, og
mikið lianda hverjum,
21