Jörð - 01.12.1945, Page 118
322
JÖRÐ
Fyrsta bindið byrjar ;í bráðskemmtilegu Forspjalli. Mað-
ur, sem vegna stærðar bókarinnar, fer hikandi og jafnvel
liálfólundarfullur að rjála við að lesa þetta Forspjall, veit
ekki fyrr til en hann er orðinn bráðólmur í að lialda áfram —
og úr því verður hann ekki stöðvaður. Raunar getur hugsast,
að liann fari á hálfgerðu hundavaði yfir næsta kaflann, sem
þó er, fræðilega skoðað, einna merkastur alls, sem í bókinni er,
en það er landfræðileg lýsing Ódáðahrauns og áreiðanlega sú
fullkomnasta, sem til er. Mun sama sem unnið úr öllu, sem
áður var til í landfræðilegum bókmenntum um það efni, og
auk þess bætt við ýmsu nýju, er enginn vissi áður, því enginn
liefur sem Ólafur farið um þær slóðir, sem bændur eiga ekki
bein erindi um í göngum og eftirleit. Raunar má telja víst, að
Olafur liafi samið yfirlit þetta að mestu án stuðnings af fyrri
ritum, því aldrei liéfur neinn komist nema í hálfkvisti við
hann um náinn kunnugleik á þessari dularfullu eyðimörk.Ekki
þætti mér ólíklegt, að það kæmist í tízku á næstunni, að athug-
idir skemmtiferðamenn tækju að gera tíðförult í Ódáðahraun,
eftir að Iiafa kynnt sér rækilega einmitt þenna þátt bókarinnar
og aðra skylda — svo sem þáttinn í II. bindi um eldvörp og
gosmenjar — til að prófa sjálfir, með samanburði við náttúr-
una, hvernig þeim líkar við skýringar Ólafs og annarra á hinni
kynngi þrungnu myndunarsögu hrauns og fjalla þessa einstæða
svæðis. Það skal tekið fram, að þessi landfræðilegi kafli er ákaf-
lega ljóst framsettur.
Seinni hluti bindisins er könnunarsaga Ódáðahrauns og er
það víðast skemmtilestur og með köflum bæði bráðspennandi
og jafnvel dulúðugur. Því óhugnanleg dul hvílir yfir a. m. k.
einni rannsóknarferð, sent farin var í Öskju, en rómantískur
blær yfir leitarleiðangTÍnum. Frásagnir bæði Mývetninga og
erlendra fræðimanna, sem komu til athugunar á yfirstandandi
gosum og nýrunnum hraunum, og því um líku, eru einhverjar
hinar stórkostlegustu og fágætustu, sem völ er á í bókmenntum.
Annað bindið byrjar á ágripi af jarðsögu Ódáðahrauns. Sá
þáttur hefst að sínu leyti á almennum fræðilegum inngangi,
sem gerir lesendum, er ekki hafa áður kynnt sér þess háttar
efni, fært að fylgjast með hinni vísindalegu umræðu, sem á eftir