Jörð - 01.12.1945, Blaðsíða 119
JORÐ
323
kemur. Um næsta kafla, Eldvörp og gosmenjar, er alveg sama
að segja. Þessir tveir kaflar eru það, sem öðrum fremur koma
mér á Jrá skoðun, að gestkvæmt verði í Ódáðahrauni næsta ára-
tuginn, m. a. s. af mönnum án nokkurrar náttúrufræðilegrar
sérmenntunar. Svo forvitni-kveikjandi eru Jreir, þessir kaflar,
fyrir íslenzka fróðleiksfýsn og ferðalöngun. Og dettur mér ekki
annað í hug, en að ýmsir reykvískir góðborgarar, yngri sem
eldri, eigi í pokahorninu vænan slatta af Jrjóðlegri fræðafor-
vitni. — Þriðji kafli er sagnfræðileg frásögn eldgosa í Ódáða-
hrauni og er í senn fróðlegur og spennandi. Þá er minni kafli
um brennisteinsnám á svæðinu, læsilegur vel. Og loks stuttur
kafli um tröll og útilegumenn. Hefði hann sennilega átt betur
Iieima í síðasta bindinu, nerna vegna Jress, að Jrá hefðu bindin
orðið of misstór.
Já — þá er Jiað priðja bindið. Það er nú ekki annað en
skemmtilestur frá uphafi til enda, nema hvað réttara er auð-
vitað að kalla hinn stutta þátt um slysfarir og hrakninga læsi-
legan heldur en skemmtilegan, og svipuðu máli gegnir um
annan stuttan þátt, Eyðibýli.
Fyrsti hluti bókarinnar er um Fjalla-Bensa, hina kunnu
söguhetju Aðventu Gunnars Gunnarssonar. Er Jrar sagt frá ein-
liverjum hinum sérkennilegustu svaðilförum — förnum í
fjöldamörg ár, frá 37 ára aldri, af einskærri hjartagæzku —
og e. t. v. einum eða tveimur dropum af kappgirni og ævin-
týrahug —, nei, eftir á að hyggja, hefur seiðmagn afrétta og
öræfa togað Bensa ómótstæðilegast, næst tilfinningunni fyrir
skepnunum. Hundurinn Leó og forustusauðurinn Eitill verða
lengi í minnum liafðir.
Þá kemur stuttur en snarpur þáttur um „hestagöngur". Þá
þættirnir um slysfarir og hrakninga og um eyðibýli, er áðan
var aðeins á drepið. Og loks höfundarins sjálfs ferðasögur, og
eru þær bæði skemmtilegar og lærdómsríkar fyrir menn, sem
vilja sjálfir prófa eitthvað svipað.
Bókinni lýkur á nafnaskrá og eftirmála. Hún er glöggt og
tæmandi yfirlit um allt, sem vitað er um hin umræddu svæði,
og krökk af athyglisverðum eiginathugunum. Það er enginn
31*