Jörð - 01.12.1945, Síða 120
324
JÖRÐ
ókostur á bókinni, þó að höf. telji Mývatnsöræfi með Ódáða-
hrauni, þvert á móti, þó að ekki sé það alls kostar rétt.
Myndir (og uppdrætlir) eru rúmlega 300 í bókinni, allar
góðar, margar fróðlegar og sumar glæsilegar, enda er afbragðs
myndapappír í bókinni allri og prentun með ágætum. Titil-
blað óvanalega fallegt. Helmingur ljósm'yndanna er tekinn af
Edvard Sigurgeirssyni, ljósmyndara; liinar flestar af höf., Stef-
áni G. Egilssyni og Jóni Sigurgeirssyni. Teikningar gerðar af
Guðmundi Frímann eftir frumdrögum höf. Tvö stór landa-
bréf af svæðinu eru í bókinni. — „Norðri" gaf bókina út, en
Prentverk Odds Björnssonar prentaði.
A" HREINDÝRASLÓÐUM - ÖRÆFATÖFRAR ÍSLANDS.
Helgi Valtýsson ritaði textann. Edvard Sigurgeirsson tók
myndirnar. — Bók þessi er afbrigða l'alleg: prentuð í Prentverki
Odds Björnssonar á ágætan myndapappír, í stóru broti, með 72
myndum í texta, sumar heilsíða, og margar þeirra bráðfallegar,
en flestar bráðlifandi efnis vegna, t. d. óvenjufalleg svanamynd
og óvenjufalleg nrynd af Iiesti, að ekki séu nefndar hreindýra-
myndirnar; enn fremur afburðafallegar og tilkomumiklar
landslagsmyndir. Þar ofan á eru fimnr sérprentaðar myndir í
eðlilegum litum og kápa með þá sjöttu. Bókin skiptist í þrjá
kafla. Er hinn fyrsti ferðasögur þeirra félaga og förunauta
þeirra, fjörleg frásaga með skáldlegum hugleiðingum á dreif-
ingi. Annar kaflinn segir skilmerkilega sögu hreindýrastofns-
ins hér á landi. Hinn þriðji heitir Eyðing hreindýra og er mest
veiðisögur, fjölbreyttar og fjörugar. — Alls fóru þeir félagar
fjórar ferðir austur á öræfin, hina fyrstu og fjórðu með ríkis-
sjóðstillagi, en hina aðra og þriðju á kostnað Bókaútgáfunnar
Norðra, er og liefur gefið bókina út. — Helgi befur, senr kunn-
ugt er, í eina tvo áratugi barizt fyrir Jrví með mikilli þraut-
seigju, að landsmenn, og Jrá einkum hið opinbera, sinnti hin-
um ágæta en smáa hreindýrastofni og kæmi honum í gagn.
I^SLENZKAR ÞJÓÐSÖGUR eftir Ólaf Daviðsson. Búið hafa
til prentunar Jónas J. Rafnar og Þorsteinn M. Jónsson. Út-
gefttndi: Þorsteinn M. Jónsson. Prentverk Odds Björnssonar.