Jörð - 01.12.1945, Side 123
JÖRÐ
327
verið að ræða. Það tekur of rnikið rúm hér að skýra frá því, í
hverju aðferð Kjerulfs er fólgin — það eiga menn líka að lesa
í bókinni sjálfri. Það eitt skal tekið fram, að hann telur, að
kvæði og vísur handritanna hafi upphaflega verið skrifað með
rúnaletri — sömuleiðis hinar betri siigur og lögin. Rúnirnar
eru hins vegar rniklu færri en stafir latínuleturs og hafi því
orðið að rciða þær, er flutt var yfir til þess. Við það og afskriftir
liafi margt brenglast — brenglað vissu menn nú allt af, að ýmis-
legt af þessu var —, en aðferðin til að finna frumtextann sé að
koma sér fyrst niður á það trúlegasta í handritunum, skrifa
það síðan með rúnaletri, reyna svo alla möguleika til endur-
skriftar með latínuletri og halda sig ,við það, er þá gefur sam-
hangandi meiningu, í samræmi við umhverfið og þær brag-
reglur, sem kenndar eru í Snorra-Eddu, og lögmál, er Magnús
Olsen fann frumdrög að og fyrr var að vikið.
Þetta virðist „leikmanni" í fljótu bragði mjög skynsamlegt
og röksemdafærsla höf. yfirleitt ákaflega ýtarleg. Og ég verð að
segja það eins og er, að mig hefur alltaf undrað, hvað það gæti
verið, sem gæfi fræðimönnunum rétt til að útiloka þann mögu-
leika, að til hefði verið íslenzkar bókmenntir með rúnaletri á
undan þeim, er skrifaðar voru með latínuletri. Og það þó að
ég þekkti ekki málfræðiritgerð Snorra-Eddu nema að nafni. En
nú bendir Kjerulf á svo að segja bein ummæli þeirrar ritgerð-
ar urn rúnabókmenntir.
Ef íslenzkir norrænufræðingar væru íslenzkir stjórnmála-
menn, mundu þeir að sjálfsögðu þegja við þessari ádeilu-
blöndnu bók. En þeir rnunu valalaust telja óhjákvæmilegt
annað hvort að hrekja hana eða viðurkenna — og nota. Að vísu
reynir hér talsvert á drengskap norrænufiæðinganna, — sé bók-
in á rökum reist —, því mörgum háðungarorðum beinir höf.
að þeim, enda hafa þeir hingað til skellt skolleyrunum við
minni ritgerðum Kjerulfs um sama efni. En viturlegt væri samt
að slá striki yfir sáryrðin, ef kenningin hefur hfskraft í sér. ís-
lenzkur almenningur mun fylgjast með þróun þessara mála af
athygli. — Því skal bætt við framanskráð, að Kjerulf telur engan
veginn, að komast megi með aðferð sinni í öllum tilfellum að
óyggjandi niðurstöðu, þótt ekki væri af öðru en því, að sömu