Jörð - 01.12.1945, Page 124
328
JORÐ
rúnina rná ráða á fleiri vegn og gætu stundum fleiri ráðningar
gefið skynsamlega útkomu.
RITSAFN ÓLAFAR FRÁ HLÖÐUM felur í sér ljóð, sögur
og ritgerð. Ólöf var mjög óvenjuleg manneskja og kemur
það vel í ljós í ritgerð sr. Jóns Auðuns um liana fyrst í bókinni,
en hann styðst meðfram við minningar Steindórs Steindórsson-
ar, menntaskólakennara, um hana, en hann er einnig frá Hlöð-
um. Skáldskapur Ólafar sýnir hið sama — og að sjálfsögðu betur
en annarra orð. Ólöf lifði öðrum fremur í hugans heimi, — er
á leið æfina, lá við að mönnum þætti sem hún lifði engu síður
meðal framliðinna og í æðri heimum, en manna á meðal. í
ljóðum hennar ríkir oft alls hugar tilbeiðsla og stundum frá-
bærilega fagurt framsett. Annar ríkasti strengurinn í ljóðum
hennar er ástarþráin, sem er bálbeitt og oft snjallt lýst. Þá er
að nefna kvæði hennar til annarra manna, einkum skálda: Þor-
steins, Steingríms, Stephans G. o. 11. Sum kvæðin eru fínar
sjálfslýsingar, eins og Til hinna ófœddu, senr er bráðsnjallt
kvæði, og Þvottakonan. Skop um mannfólkið, einkum kon-
urnar, er uppistaðan eða atriði í ýmsunr kvæðanna og lausa-
vísnanna. Skop Ólafar er napurt og hittið. Sanrt trúði lrún á
kærleikann. Hvergi kenrur skop Ólafar franr nreð jafnmiklunr
yfirburðunr og vöxtunr og í ævintýrinu Undrið, senr er eitt-
hvert snjallasta ævintýri, er ritað liefur verið á íslenzka tungu,
sakir stíls og el'nis. Ritgerðin Bernskuheimili mitt vakti nrikla
athygli, er það kom fyrst út, í tímariti, og lineykslaði ýnrsa. Eir
Ólöf var nú aldrei snreyk við svoleiðis. — Það var vel ráðið af
,,Helgafelli“, að gefa út ritsafn Ólafar frá Hlöðunr og það í
mjög fallegri bók.
HELGAFELL er yfirleitt traust og hald ljóðskálda. Önnur
ágæt skáldkona, Þingeyingurinn Guðfinna Jónsdóttir frá
Hömrum, á einnig nýja ljóðabók á vegum þess, Ný Ijóð. Guð-
finna hafði þegar áður, sem kunnugt er, aflað sér óskoraðrar
viðurkenningar sem ljóðskáld og staðfestir það álit nreð þessari
bók.