Jörð - 01.12.1945, Qupperneq 125
JÖRÐ
329
BLESSUÐ SÉRTU SVEITIN MÍN, hin nýja bók Sigurðar
Jónssonar á Arnarvalni, kom liins vegar út á forlagi ísa-
foldarprentsmiðju h.f., og er þar margt góðra kvæða, sent vænta
mátti, en mest um vert, að hann hefur þar gefið þjóðinni hinn
fegursta útfararsöng, til nota í kirkjugarði. Er þar tekið erindi
úr hinu mjög sungna kvæði, sem bókin er heitin eftir, og prjón-
að sitt erindið framan og aftan t ið.
ÞA hefur „Helgafell" gefið út bindi með öllurn ljóðmælum
Stefáns frá Hvitadal, er áður höfðu verið gefin út, og
fjórum kvæðum betur. Tómas Guðmundsson hefur annazt út-
gáfuna og skrifað prýðilegan formála fyrir henni. Bókin er
skreytt fimm litmyndum og einni brúnkrítarteikningu eftir
Snorra Arinbjarnar, og er það góð skreyting. I>ó get ég ekki
stillt mig um að skýra Snorra l'rá j)ví hér með, að ég kann hon-
um engar jrakkir fyrir að hafa „skreytt“ fyrstu myndina svo
svakalegum kvenmannsörmum, að mér varð óglatt af, og jrað
því síður sem myndin er að öðru leyti verulega falleg. — Það
er þýðingarlaust að skrifa fáein orð um skáldskap Stefáns frá
Hvítadal, senr er meðal hins bezta, sem kveðið hefur verið hér
á landi á Jressari öld og flutti með sér alveg nýjan blæ, er liann
kom fyrst fyrir almenningssjónir. Og verður jrví sleppt hér. —
Utgáfan er mjög fögur. Það skal og tekið fram, að ,,Helgafell“
getur orðið skilað mjög fallegu og góðu bókbandi.
ÞYRNAR Þorsteins Erlingssonar, í útgáfu Sigurðar Nordals
og með langri ritgerð eftir hann um skáldið og bókina,
komu út 1943 á vegum „Helgafells“ og fallega frá gengið. Það
er líkt um Þyrna og sumar aðrar bækur, sem minnzt er á í
jrætti jressum, að þýðingarlaust er að bera lof á jrað, sem alþjóð
Jrekkir að ágætum og er meira og minna sígilt. Hins vegar er
óhjákvæmilegt að lofa ritgerðina, er þarna birtist í fyrsta sinn.
Hún er með ágætum, sem vænta mátti, og vafalaust merkust
þess, sem um Þorstein hefur verið skrifað, og eru þó til ágætar
greinar um hann. — í þessari útgáfu eru fáein kvæði, sem ekki
hafa birzt. fyrr.