Jörð - 01.12.1945, Síða 126
JORÐ
33Ó
brandur Jónsson sá um útgáfuna, „He]gafe][“ kostaði.
Bók þessi er hugsuð sem fyrsta bindi safns, sem Skaftfellinga-
félagið í Reykjavík ætlar að gefa út á vegum Helgafellsútgáf-
unnar. Er Einar Ol. Sveinsson, prófessor í íslenzkri bókmennta-
sögu, ritstjóri safns þessa, en aðalaðstoðarmenn lians niunu
vera þeir Guðbrandur Jónsson og Þórbergur Þórðarson, og
ættu nöfn þessara manna að vera ákjósanlegasta trygging fyrir
unnendur þjóðlegra bókmennta um merka og skemmtilegá út-
gáfu. Er einsýnt fyrir alla slíka, sem og alla menn af skaft-
l’ellsku bergi brotna, að gæta þess að eignast allt þetta safn,
sem ráðgert er að komi út á nokkuð löngum tíma. Hinsvegar
er auðvitað gildi bókar þeirrar, sem hér um ræðir, með öllu
óháð slíku safni. Hún er alviðurkennd einliver merkasta sjálfs-
ævisaga, sem rituð hefur verið á íslenzka tungu, og jafnframt
sem ágætasta lteimild um liugsunarJiátt á Islandi á seinni
liluta 18. aldar. Það, sem gerir sjálfsævisögu þessa svo merka,
er þrennt: Umfram allt hin einstæða einlægni, er vafalaust á
sínar sterkustu rætur í innilegri og þrautræktaðri trú á Guð.
Af þessu leiðir innskoðun höfundar og önnur eftirgrenslan
hans að rökum atburðanna. í öðru lagi lnð fróðlega, lífræna,
ljölskrúðuga og mannlega efni. í þriðja lagi eindregnir rit-
höfundarhæfileikar. Er mest af bókinni hinn bezti skemmti-
lestur.
EINHVER sérkennilegasta og skemmtilegasta bók ársins er
Fagurt mannlif, æfisaga og minningar sr. Árna Þórarins-
sonar, er Þórbergur Þórðarson hefur ritað eftir frásögn lians.
Er þetta fyrsta bindið af þremur, en ,,Helgafell“ útgefandinn.
Sr. Árni er afbrigðaóvenjulegur og skemmtilegur persónuleiki,
með frumlega og atkvæðamikla lífsskoðun, er hann telur byggj-
ast á reynslu og speki, er felist með íslenzkri alþýðu. Lífsreynsla
hans sjálfs er ákaflega auðug, eftirtekt hans og minni frábært,
orðgnótt hans og mælska mikil, í senn virðuleg og ósútunar-
söm, glögg og nákvæm. Þegar svo snilli Þórbergs í stíl og