Jörð - 01.12.1945, Qupperneq 127
JÖRÐ
331
skyggni á hið smellna setur smiðshöggið á verkið, þarf ekki
meira að segja.
HEIMSKRINGLA Snorra Sturlusonar kom á þessu ári í
fyrsta sinn út á íslandi, og er það ekki vonum fyrr. „Helga-
fell“ er útgefandinn og hefur skreytt bókina sæg mynda og
myndstafa úr norsku útgáfu bókarinnar, eins og hún hefur
verið síðan um aldamót. Eru höfundarnir frægir myndlistar-
menn og yfirleitt mikil prýði að skreytingunni. Heimskringla
er auðvitað bók, sem fánýtt er að ræða í stuttu máli. í stuttu
máli má þó segja, að það er hneisa fyrir vel stætt heimili að
eiga hana ekki, á meðan hún yfirleitt er íáanleg. Raunar get
ég ekki stillt mig um að bæta því við, að ég efast um, að ég haf'i
nokkurn tíma lesið bók, utan Biblíunnar, er mér hafi fundizt
máttugri eða meira seiðmagni þrungin. Svo er hún sönn og
stórbrotin — og ægileg.
ISLAND í MYNDUM (Through Iceland wilh a Camera)
konr síðast út árið 1943 og er alltaf að breytast. í síðustu
útgáfuna völdu myndirnar Halldór E. Arnórsson og Páll
Jónsson, en Einar Magnússon ritaði formálann. Elestar myndir
jrar eiga þessir: Vigfús Sigurgeirsson, Björn Arnórsson, Björn
Björnsson, Halldór E. Arnórsson, Edvard Sigurgeirsson og
Páll Jónsson; þar næst Þorsteinn Jósepsson, Kjartan Ó. Bjarna-
son, Kjartan Ólafsson og Ólafur Magnússon. Einna skáldleg-
astir í efnisvali eru Þorsteinn, Kjartan Ó. Bjarnason og Hall-
dór og jafnvel Björn Björnsson og svo Arngrímur Ólafsson,
sem á þarna ágætar l'uglamyndir. Meðal glæsilegra mynda má
nefna síðustu mynd bókarinnar, eftir Guðmund Einarsson frá
Miðdal, Gullfossmynd Ólafs, Ferðamenn á Breiðmerkursandi
eftir Sæmund Jónsson, Reykjanessvita eftir Svavar Hjaltested,
Lómagnúp eftir Kjartan Olafssort, Öræfajökul, séðan frá
Breiðamerkursandi, eftir Pálma Hannesson. Með því að nefna
þessar, er þó ekki gert upp á milli beztu mynda bókarinnar.
Sjómennsku- og skipamyndir Guðbjarts Ásgeirssonar ber að
nefna. — ísafoldarprentsmiðja h.f. er útgefandinn.