Jörð - 01.12.1945, Page 137
JORÐ
341
bátar að búa sig til heimferðar, því að sjór var farinn að versna
töluvert. Samt voru tveir Færeyingar enn að draga línu.
Formaðurinn segir svo við mig, að nú skulum við reyna hinn
endann á línunni, og róunr við þangað umsvifalaust. Ég tek svo
bólið og fer að draga, en það er sama og áður: fast í hrauni.
Við vorum samt lengi að reyna að losa línuna og náðum inn
nokkrum hluta, unz alveg var fyrir tekið. Sleit ég þá að end-
ingu og varð miðbikið úr línunni eftir, og fórum við þá að
tygja okkur til ferðar og hagræða seglum. Sjór var nú orðinn
mjög úfinn og nokkur stormur, og voru allir bátar farnir í land
fyrir rúmri klukkustund og þá sloppnir yfir mesta strauminn.
Við höfðum í okkur meira en hálffermi af fiski og sigldum
þannig útbúnir á stað og höfðum svona hliðarskellu, en samt
tókst formanni að verja bátinn fyrir miklum ágangi; sniðskar
sjóana, svo að lítið kom inn.
En þegar við erum að leggja í strauminn austur af Skrúð,
tókum við að ti ágjöf nokkra, og varð því ekki afstýrt, hvernig
svo sem formaðurinn reyndi að verja bátinn, en ekki var
vegur að snúa undan (enda í öfuga átt). Við erum svo rétt að
komast yfir það versta, — þá keínur voðasjór, alveg yfir bátinn,
svo að hann varð fullur og flaut liskur út af báðum borðum
og báturinn maraði. en sökk ekki, því að læging kom á eftir,
okkur til happs. Þegar sjórinn kom á okkur, liélt ég í klóna á
stórseglinu og gaf jafnskjótt laust, til að lyfta bátnum upp, og
þreif upp skjólu, en hinn hásetinn austurtrog, og tókum að
ausa af kappi, svo að báturinn smályftist, en formaðurinn hélt
honum upp í á meðan, þar til er við gátum aftur komizt á
skrið. Eftir þetta kont aldrei eins stór sjór, en stormurinn fór
lteldur vaxandi, svo að við urðum að rifa seglin, og eftir nokk-
urn tírna var hann orðinn svo
mikill, að seglið rifnaði niður
að þóftu, og gátum við þá ekki
ltaft gagn af þeirn lengur. Þá
\orum við komnir nálægt
ströndinni, og var þar meira
smásævi. Við urðum svo að
setjast undir árar og berja á
Stcfán Jónsson, höf. þessarar
frásöga, er bóndi að Kálfafeili
í Suðursveit í Austur-Skafta-
fellssýslu og hreppstjóri sveitar-
innar. Ritstj. hefur lengi haft
handritið í fórum sínum —
síðan 1930.