Jörð - 01.12.1945, Page 140
344
JORÐ
goð. Var það næsta skopleg sjón að sjá Hjalta þeysa þarna upp
og ofan brekkuna með Kalla á eftir sér, sem ætlaði að reyna að
frelsa pabba sinn frá illyrminu, er var alveg að gera hann vit-
lausan. Loks tókst Kalla, með því að reikna út braut þessarar
nýstárlegu reikistjörnu með sálfræðilegri nákvæmni, að sitja
fyrir honum og hremma liann um leið og liann geystist frarn
iijá. Kom þá í ljós, að stór mús var inni undir nærskyrtunni
og var að reyna að komast niður fyrir beltið og krafsaði furðu
mikið. Svo þegar Kalli dró músina upp og Hjalti sá liana bæði
stóra og skottlausa, kallaði hann upp yfir sig: „Og hún er skott-
laus!“ Nokkru seinna, er Hjalti var búinn að ná sér, sagði
hann: „Það held ég, að mætti drepa mig með skottlausri mús.“
EKKI er ég nú alveg viss um, að það hafi verið alls kostar
rétt hjá Hjalta, er hann sagðist ekki vera hræddur við neitt
nema naut og mýs. Má þar til nefna atburð, sem gerðist eina
kolsvarta haustnótt.
Við Hjalti vorurn að konta úr kaupstaðnum kl. 1 eftir mið-
nætti með tvo vagna fulla af gotu og grút, sent átti að gefa
kúm og kindum. Þegar við vorum komnir á ntelana fyrir inn-
an bæ, er Barð heitir, (en þeir voru draugabæli mikið, að því
er Hjalti hafði sagt mér), staðnæmdist Hjalti allt í einu, bendir