Jörð - 01.12.1945, Blaðsíða 144
B. O. B.:
Faðir-vor
v.
1" SÍÐASTA hefti var rætt tim, að segja skuli „þú, sem ert í
himnunum," en ekki „þu, sem ert á himnum.“ Enn frern-
ur rætt um merkingu þeirra orða: Þú, sem ert alls staðar ná-
lægur.
Hins vegar er iull ástæða til að ætla, að Meistari vor hafi,
líkt og aðrir orðsins meistarar, ósjaldan fólgið í orðum sínum
fleiri merkingar en eina og ekki sízt í þessarri setningu — orðin
„þú, sem ert í himnunum" þýði einnig: Þú, „sem býrð í því
Ijósi, sem enginn fær til komizt.“ (N. Testam.). „Enginn helur
nokkurn tíma séð Guð — Sonurinn eingetni, sem hallast að
brjósti Föðurins, Hann hefur veitt oss þekkingú á Honum"
(Jóh. 1.18.) — „Hann, sem er ljómi dýrðar Hans og ímynd veru
Hans“ (Hebr. 1, 3.) — „Orðið“, sem „var hjá Guði“ og „varð
hold og bjó með oss — fullur nálægðar og sannleika,“ — en „í
Því var líf og lífið var ljós mannanna — og ljósið skín í myrkr-
inu, og myrkrið hefur ekki tekið við því“ (Jóh. I, 1. 14. 4. 5.).
Loks má ætla, að orðunum „þú, sem ert í himninum" sé
fólgin þriðja merkingin: Þú, sem ríkir með skýlausum, „öllum“
augsýnilegum, hætti í ríki kærleika og frelsis — guðsríki,
himnaríki, „himnum," — þeim hlutunr tilverunnar, er þegar
hafa tekið á móti ljósinu, er skín í myrkrinu — þeirn, er her-
konungurinn himneski, Kristur, hefur þegar lagt undir Guð
— þar, sem menn þurfa ekki lengur að biðja: „Helgist nafn
(Niðurlag .1 hls. 352).