Jörð - 01.12.1945, Qupperneq 148
352
JÖRÐ
FRAMANSAGT sýnist e. t. v. einhverjum á mótsögn við þá virðingu, er í fyrra
hluta grcinarinnar var talið, að Bandaríkin xttu inni hjá oss íslendingum.
Svo er ekki. Bandaríkjastjóm hefur í alla staði komið eðlilega fram út frá vcnju-
legum veraldarsjónarmiðum og ekki misboðið virðingu vorri að neinu í því
tilliti. Heimurinn kann ekki betur. Og þama sýnist vera í húfi svo mikið, að
afsaka verður, þó að sjálfsbjargarhvöt svo mannmargs og mikilsverðs aðilja verði
e. t. v. nokkuð einsýn. Ank þcss væri það ekki nema mannlegt, þó að hin óskap-
lega velgengni Bandaríkjamanna stigi þeim nokkuð til liöfuðs, og því fremur
scm verðleikar em óvanalega miklir.
Það bar því, að áliti JARÐAR, að taka málalcitun þeirra með fyllstu velvild
og virðingu og athuga alla málavexti, sem hér hafa verið nefndir. En niður-
staðan vcrður — ætli íslcnzka þjóðin ekki að drýgja, af eintómri lítilmcnnsku,
glæpsamlegt sjálfsmorð:
VÉR GETUM I»AÐ EKKI. - VÉR LEYFUM ÞAÐ EKKI. - VÉR LÍÐUM
ÞAÐ EKKI!
Faðir vor. V.
Framhald 'af blaðsiðu 348.
þitt, komi ríki þitt, verði vilji þinn — svo á jörðu sem á himni,“
— því það er allt þegar orðið og jörð þeirra orðin að „himni."
H1
ELGIST nafn þitt“ á að segja, en ekki „helgist þitt
nafn.“ Hið fyrra er hrein íslenzka, liið síðara dönsku-
skotin íslenzka. Það vita allir, að ekki er góð íslenzka að kynna
sig með orðunum „mitt nafn er. . . .,“ heldur á að segja „nafn
mitt er......“ Eða skyldi lélegt mál eiga betur við í guðsorði,
„hinni drottinlegu bæn,“ en almennu, mæltu máli? Þar ætti
lélegt mál einmitt heima?! Mállýtin voru tekin upp í Faðir-
vorið á tíma, er málsmekkur lærðra íslendinga var stórkostlega
brenglaður. Nú, þegar þessi tími er liðinn, verður Kirkjan í
þessu — og öllu — að lialda sig að því, „er sannara reynist“, í
stað þess að staðfesta þann áburð andstæðinga sinna — þann
grun sannleiksleitandi trúleysingja, að kristindómur sé fyrst
og fremst tignun Aldeyfunnar — afturhald, sljóleiki, bókstafs-
dýrkun.